Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Er gróðureldi vonlaus atvinnugrein?
Það er von að menn spyrji sig þeirrar spurningar nú eftir nýjustu fregnir af gífurlegu tapi Gróðrastöðvar Hvaleyrar. Það virðist ætla að verða með gróðureldi eins og fiskeldi segir Rúnar Geirfinnsson, framkvæmdastjóri GH. Allt sem endar á eldi, endar eins og í eldi. Peningarnir fuðra upp bætir Rúnar við.
Bergmálstíðindi leituðu álits Ingimars Ögmundssonar, ráðgjafa, sem hefur sjálfur komið nálægt gróðureldi.
Aðspurður hvort hér á landi sé ekki rekstrargrundvöllur fyrir gróðureldi og þá hvers vegna, svarar Ingimar, Nei, það er alveg ljóst að gróðureldi á Íslandi er dauðadæmt og fyrir því eru tvær megin ástæður. Fyrst og fremst er sú ástæða að Ísland er kulda- og rokrassgat og því er það hrein firra að reyna svo mikið sem að rækta einhverja jurt hér. Hin ástæðan er sú að Íslendingar kunna flestir ekki með peninga að fara og ættu að halda sig alfarið frá rekstri fyrirtækja, nema rekstrargrundvöllurinn sé tryggður. Svo sem eins og með flestan innflutning. Bíla- eða sælgætisumboð.
Mikið tjón í gróðureldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað er mögulegt að eyðileggja allt sem mönnum dettur í hug og þarf ekkert eldi að koma til.
Í ræktun landsins felast ótal tækifæri og auðvitað þarf að nýta þau. Það þarf að hemja skemmdarverkamennina.
Kveðja
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 29.4.2008 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.