Athyglisvert

Í mínum huga er hernaðarbrölt Bandaríkjamanna og lagsmanna þeirra (Íslendinga m.a.) í Írak ekkert annað en hryðjuverk. Þangað var ráðist án nokkurrar sýnilegrar ástæðu og undir yfirskyni einhvers sem enginn fótur var/er fyrir.

Að Obama gefi skít í prestinn sem heldur fram að Bandaríkjamenn fremji hryðjuverk í Írak, þýðir bara tvennt í mínum huga.

1) Hann er sammála honum, en er lýðskrumari.

2) Hann er ósammála og er þá ekki skömminni skárri en eðjótinn sem nú býr í Hvíta húsinu.


mbl.is Obama snýr baki við prestinum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er auðvitað enginn millivegur til.

Bjarki (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 21:39

2 identicon

Ja, lýðskrum og ekki lýðskrum. Obama harðneitaði að fordæma þennan gaur þegar þetta mál kom fyrst upp en svo fer hann að trana sér fram í viðtali á gríðarlega viðkvæmu augnabliki í kosningabaráttunni með ummæli sem hann hlýtur að vita að stórskaði ímynd Obama í augum almennra kjósenda.

Sammála eða ekki sammála, þetta voru mikil svik að hálfu Wrights og ekkert annað hægt að gera nema gefa skít í hann í þetta sinn. 

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 21:44

3 identicon

Athyglisvert hvernig þú hunsar það að hluti ástæðunnar fyrir því að Obama snýr baki við Wright er ummæli hans að alnæmi sé sköpunarverk Bandarískra yfirvalda. Kannski of upptekinn að vera 'lýðskrumari' í bloggheimum?

Gilbert (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 22:09

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

í fréttinni segir að presturinn hafi sagt að alnæmi sé 'að einhverju leiti' sök stjórnarinnar. það kemur hvergi fram að hvaða leiti sú sök á að vera. hvort það er beinlínis að Bandaríkjastjórn hafi búið til AIDS eða hvort hún hafi látið undir höfuð leggjast að berjast gegn AIDS. milli þess er himinn og haf.

varðandi hryðjuverkin. segir Obama þær 'aðdróttanir' vera móðgun við sig og aðra Bandaríkjamenn. Þó eru staðreyndir þess mál fyrirliggjandi. ergó, lýðskrum.

hlusta, Gilbert. hlusta.

Brjánn Guðjónsson, 29.4.2008 kl. 22:32

5 identicon

já þar á milli er himinn og haf og vill svo til að Heremiah Wright sagði:

"he government lied about inventing the HIV virus as a means of genocide against people of color"

Get nú ekki séð hvernig hægt er að mistúlka þetta.

Gilbert (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 22:59

6 identicon

The*

Gibert (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 22:59

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ok, gott og vel. kannski sagði hann þetta, en hvað segirðu um hryðjuverkin? hví mótmælir Obama því?

Brjánn Guðjónsson, 29.4.2008 kl. 23:14

8 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Það voru engin hryðjuverk þegar usa henti kjarnorkusprengum á Japan(ég er 100% sammála það var nauðsyn)

Palestínumenn bera í raun mesta alla  ef ekki alla ábyrgðina á ástanduni í því svæði.

Alexander Kristófer Gústafsson, 29.4.2008 kl. 23:19

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

bullshit

Brjánn Guðjónsson, 29.4.2008 kl. 23:22

10 identicon

Það var og er aldrei nauðsynlegt að varpa kjarnorkusprengjum. Það sýnir fávisku að halda því fram að vörpun kjarnorkusprengja á Japan hafi verið nauðsynlegt - hvort sem það hafi verið ill nauðsyn eður ei.

Og að kenna Palestínumönnum um núverandi ástand í Miðausturlöndum sýnir enn og aftur fram á fávisku. Það er mörg öfl sem koma þar að - og vil ég benda á svokallaða "auglýsingu" frá vestrænu ríkjunum þegar Ísraelsríki var stofnað. Þar er sýnd vídeómynd í svarthvítu og talað er um að Palestínumenn séu fluttir ánægðir á nýtt svæði (sem var auðvitað mesta vitleysa, þetta var ekkert nema friðþæging fyrir fólkið í hinu vestrænu ríkjum).

Og hver er skilgreining á hryðjuverki? Í dag virðist skilgreiningin orðin svo hroðalega absúrd, hryðjuverk er ekkert nema skilgreining á stríðsrekstri og í dag notað til að blinda fólk svo það spyrji ekki óþægilegra spurninga. "The enemy does terrorism but we never do!" - Einmitt.

Og Bandaríkjastjórn hefur alveg örugglega haft eitthvað að gera með útbreiðslu HIV veirunnar en að vera valdur af henni - hver veit? Önnur eins vitleysa hefur nú gerst. 

Spekingur (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 08:40

11 identicon

Það er alveg klárt mál að innrás Bandaríkjanna í Írak er ekkert annað en hryðjuverk. Þær fréttir sem íslenska þjóðin, og öll vesturlönd eru mötuð með er ekkert nema kjaftæði. Bandaríkjamenn taka í hendur Al-Qaida útá götum í Írak.

Ég þekki til stráks sem dó útí Írak fyrir ekki meira en 3 vikum síðan. Hann og faðir hans voru á leið í jarðaför og voru seinir fyrir og keyrðu því hraðar en venjulega. Bandaríkjamenn sáu þetta sem hótun og skutu á bílinn. Faðir piltsins stoppaði bílinn og aumingjarnir (hermennirnir) komu að þeim og sáu að pilturinn hafi fengið skot í öxlina. Pabbinn sagðist ætla að drífa sig með hann á sjúkrahús því það var ekki of seint. Þeir neituðu, skutu drenginn tvisvar í höfuðið og sögðu að þeir voru að setja fordæmi.

Faðir drengsins er orðinn geðveikur, þá í orðsins fyllstu merkingu.

 Þetta eru fréttir sem þið heyrið aldrei í fjölmiðlum. Þetta er sönn saga.

Gummi (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband