Sinueldur á salerninu

Það varð uppi fótur og fit á Slökkvistöðinni í Reykjavík í dag. Mikinn reyk tók að leggja um húsnæðið og fór eldvarnarkefið í gang. Reykkafarar voru sendir um húsið og fannst eldur á salerni á 2. hæð. Slökkviliðsstjórinn í Reykjavík, Gunnar Thorvaldsen, vill ekki gera mikið úr atvikinu en viðurkennir að vegna samdráttar í fjárveitingum ríkisins hafi Slökkvistöðin þurft að skera niður.

„Það er rétt. Við höfum þurft að skera niður og draga úr útgjöldum“ segir Gunnar. „Eitt af því er að við kaupum ekki lengur klósettpappír, heldur notumst við hamp. Hampurinn er þó frekar eldfimur.“

Orsök brunans er talið sú að í gær pöntuðu starfsmenn pizzur í hádeginu, með chilli og miklum jalapeño.

„Það er bara svona, þegar menn skila svona heitu fæði af sér. Þá þarf að gæta að örygginu“ segir Gunnar.

Í framhaldi þessa segir Gunnar að Slökkvistöðin muni endurskoða matseðil starfsmanna.


mbl.is Sinueldur við slökkvistöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband