Fimmtudagur, 1. maí 2008
Mikill hægðarauki
Segir Heimir Sigfinnsson, oddviti, um þá ákvörðun að setja niður rotþró í eynni.
Þetta mun hafa miklar og góðar breytingar í för með sér fyrir okkur eyjaskeggja segir Heimir. Hér hafa engin vatnssalerni verið hingað til og mun nýja rotþróin marka kaflaskipti í salernasögu eyjarinnar.
Vegna sjávarstrauma umhverfis eyna hefur ekki þótt þorandi að dæla úrgangi í sjóinn við Flatey. Þess vegna hafa eyjaskeggjar þurft að notast eingöngu við kamra hingað til.
Þetta verður allt annað líf og mikill hægðarauki fyrir okkur segir Heimir.
Tímamót fyrir Flateyinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.