Ó-hefðbundnar lækningar

Það kemur ekki á óvart, sú þróun að bakteríur verði sífellt ónæmari fyrir sýklalyfjum. Frá því maðurinn uppgötvaði sýklalyfin hafa þau verið einhverskonar allsherjarredding við hverskonar bakteríusýkingum. Nú er ég ekki að mæla gegn sýklalyfjum. Vitanlega eru tilfelli þar sem sýking er það alvarleg að sýnt er að sjúklingurinn sjálfur, eða ónæmiskerfi hans, nái ekki að vinna bug á henni án inngrips. Inntaka sýklalyfs er inngrip í baráttu ónæmiskerfisins við vágestinn. Þar er tekið fram fyrir hendurnar á líkamanum sjálfum að yfirbuga innrásarliðið og í leiðinni að styrkja ónæmiskerfi sitt.

Ég held að lyftingakappi myndi seint bæta eigin árangur fengi hann aldrei að taka á lóðunum sjálfur heldur mættu alltaf aðstoðarmenn sem lyftu fyrir hann.

Þetta leiðir huga minn einnig að svokölluðum 'óhefðbundnum' lækningum, sem í raun eru mun hefðbundnari en hin viðurkenndu vestrænu læknavísindi. A.m.k. hafa þannig lækningar verið stundaðar mun lengur. Það má samt hinsvegar varla nefna slíkt á nafn án þess að hinir 'beturvitandi' fræðingar ésúi sig í bak og fyrir og froðufelli. Hvers vegna? Jú, vegna þess að í margar eða flestar hinna 'hefðbundinna' lækninga hafa ekki verið vísindalega staðfestar. Þ.e.a.s. að menn hafa ekki getað sýnt fram á að það sé nákvæmlega 'þetta' eða 'hitt' sem orsaki lækninguna, enda ekki hagsmunir þeirra sem fjármagnið hafa að fá fram sannanir í þeim efnum. Jafnvel þótt sýnt sé að sjúklingar læknist þá geta menn, í ljósi þess að sönnun liggi ekki fyrir, véfengt árangurinn. Sagt hann til kominn vegna þess að sjúklingurinn trúði á meðalið, en ekki að meðalið sjálft hefði læknað.

En skiptir það öllu máli? Ef ég eða barnið mitt veiktist og fengi lækningu, væri mér svo gersamlega sama hvað olli henni. Lækningin er það sem máli skiptir. Varla færi ég að bölsótast yfir henni, vegna þess hún væri ósönnuð?

Ég er hvorki sérfræðingur í læknavísindum, né 'óhefðbundnum' lækningum. Ég veit þó að heitið 'óhefðbundnar' lækningar er notað yfir allt annað en þær vestrænu og svo mjög vísindalegu. Allt frá andakukli til hómópatíu. Þó er þar himinn og haf á milli. Ég veit t.d. að hómópatía miðar að því að virkja ónæmiskerfi líkamans til að berjast sjálft við sjúkleikann, en ekki að vera inngrip. Ég hef líka orðið vitni af of mörgum kraftaverkum hómópatíunnar til að ég geti bara afneitað henni vegna þess það vanti sannanir. N.B. er ég ekki hómópati sjálfur.

Hugtakið 'black box' er víða notað um eitthvern hlut, forrit eða tæki t.d., sem fær eitthvað inntak og skilar einhverju út, án þess að liggi fyrir hvað gerist inni í því. Þannig kýs ég að líta á lækningar. Mér er gersamlega sama hvað gerist í lækningaferlinu, eða af hverju það virkar. Meðan inntakið er sjúkleiki og úttakið heilbrigði er ég sáttur. Er það ekki það sem málið ætti að snúast um? Árangur.


mbl.is Þróun ónæmis gegn sýklalyfjum hafin hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: molta

sammála þér með að við þurfum að víkka sjóndeildarhringinn og ekki hlaupa í skotgrafir, benda hver á annan og segja "hann er vitleysingur" af því einhver segir eitthvað sem við höfum ekki íhugað.

t.d. væri það rosaleg heilsubót ef ríkisstjórnir okkar og nató hættu að úða óþverra í andrúmsloftið, sérstaklega á þéttbýlum svæðum... það skyldi þó aldrei vera að afturfarir í heilsu og læknavísindum séu ekki tilviljanir?  margir hafa í gegn um tímann haft áhyggjur af því hve fólk er margt, og þegar áhyggjurnar eru til staðar, þá er bara spurning um siðferði, hvaða úrræðum er beitt.

http://gullvagninn.blog.is/blog/hin_nyja_heimsyn/day/2008/2/16/

http://malacai.blog.is/blog/malacai/entry/512629/

http://gullvagninn.blog.is/album/Efnaslodir/image/472374/

molta, 2.5.2008 kl. 12:25

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég hef ekki kynnt mér hómópatíu sérstaklega, nei. það sem ég veit um hana hef ég mest frá fv konu minni, sem er hómópati. það sem hún sagði mér var eitthvað allt annað en þessi Randi (hver sem hann nú er) talar um. t.d. með 3 reglur hómópatíunnar. hvaðan hefur maðurinn sínar upplýsingar? líklega úr rassgatinu á sér.

þú virðist líka gersamlega missa af inntaki pistils mína, sem er það að orsök lækningarinnar skiptir ekki máli, heldur að hún eigi sér stað.

vildu ekki skilgreina betur 'gervilækningar'?

ég varð einnig vitni af tilviki (ekki tengt fv eiginkonu) þar sem barn var úrskurðað með ráðvilluflog, af virtum taugasérfræðingi hér á landi og vildi hann setja barnið á lyf. þegar barnið hafði verið í nokkurra vikna móki, af völdum lyfsins, leitaði móðir þess annarra leiða þrátt fyrir hótanir téðs sérfræðings að senda barnaverndarnefnd á hana. m.a leitaði hún til hómópata. hún tók líka fæði barnsins í gegn. hvort það var fæðið eða hómópatían (eða bæði) sem gerðu gagn skiptir ekki máli. það sem máli skiptir að á nokkrum mánuðum hurfu öll einkenni 'flogaveikinnar' og ég veit að móðir þess er drullusama hvað nákvæmlega læknaði barnið. hún þarf enga sönnun. hún hefur hana fyrir augunum á degi hverjum.

Brjánn Guðjónsson, 2.5.2008 kl. 12:25

3 Smámynd: Magnús Karl Magnússon

Ágæti Brjánn:

Þú virðist algerlega misskilja muninn á hefðbundnum og því sem þú kallar óhefðbundnar lækningar. Ef að sýnt hefur verið fram á að meðferð virki, þ.e. sjúklingur hljóti bata, betri líðan, lengt líf eða hvaða þann mælikvarða (end-point) sem þú kýst, þá tekur hefðbundin læknisfræði einmitt mark á því. Út á það ganga klínískar rannsóknir í læknisfræði. Þetta er alveg óháð því hvort menn skilji hvernig viðkomandi lækning verki. En það sem einkennir´"óhefðbundnar lækningar" er einmitt að slík sönnun liggur ákkúrat ekki fyrir. Það liggja oft fyrir persónulegar lýsingar um að þetta eða hitt hafi gert kraftaverk, læknað eða linað þjáningar en engar rannsóknir liggja fyrir til að staðfesta þessar ályktanir.

Það er líka mikill misskilningur að túlka það sem svo að þegar menn komast að því að notkun sýklalyfja geti haft slæmar afleiðingar, að það sé dæmi um að óhefðbundnar lækningar séu betri. Mundu, syklalyf eru sennilega þau lyf sem hafa bjargað hvað flestum mannslífum af öllum lyfjaflokkun. Þau hafa gert það að verkun að ungt fólk eða börn sem áður dóu úr einfaldri sýkingu lifa nú af án nokkurra meiriháttar fylgikvilla. Þetta er stórkostlegur sigur hefðbundinna lækninga.

Einnig má benda þér á að það eru hefðbundnar lækningarannsóknir sem nú eru komast að því að sýklalyfjameðferð kunni að hafa fylgikvilla sem vert er að rannsaka frekar og skilja, til að leysa megi vandann. Slíkt myndi "óhefðbundinn læknisfræði" aldrei gera. Ég raunar mana þig til að nefna mér einhver dæmi um "óhefðbundna lækningaaðferð" þar sem þeir sem hana stunda koma fram og segja, nei þetta er ekki að verka.... Hefur þú einhvern tíma heyrt hómpatann segja: "Samkvæmt rannsóknum mínum þá verð ég því maður að segja að "hómopathíu" drykkurinn hefur ekki áhrif á að lina þennan eða hinn verkinn eða lækna þennan eða hinn kvillann." Er það að því að þeir hafa svo frábæra lækningar að þeir gera aldrei mistök í meðferðum sínum eða er það kannski að því að þeir rannsaka aldrei neitt og vita því hvorki hvort meðferðin geri gagn eða ógagn eða jafnvel geri viðkomandi ekki flugumein (sem er sennilega algengast!!).

Mér finnast þannig fréttir af því að einhver lækningaraðferð þurfi að endurmeta ættu að styrkja traust okkar á að viðkomandi fræðimenn séu einmitt á tánum og beri hagsmuni sinna sjúklinga fyrir brjósti sér. Í beinu framhaldi af því mætti spyrja hvort að þeir sem aldrei efist um ágæti eigin meðferða eða endurskoði sína meðferðarleiðir beri í raun veru hagsmuni sinna skjólstæðinga fyrir brjóst sér.... en lengra ætla ég ekki að far í þeim hugleiðingum. 

Magnús Karl Magnússon, 2.5.2008 kl. 12:37

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

eins og ég tek fram í upphafi er ég ekki á móti notkun sýklalyfja og rétt er að þau hafa gert stórkostlega hluti. það er hinsvegar ofnotkunin sem ég gagnrýni. í tilfellum þar sem ráða megi niðurlögum sýkingarinnar á annan hátt sem ekki þýðir eins mikið inngrip, þótt sú leið gæti hugsanlega tekið lengri tíma. ég tek það enn og aftur fram að ég er bara leikmaður. þessi ofnotkun sýklalyfja er eins og hverjar aðrar stýrivaxtahækkanir, sem eiga að vera einhver allsherjarlausn þar til þau verða bitlaust vopn.

ég veit ekki hvernig ég á að geta nefnt þér einhver dæmi um þetta eða hitt, varðandi hvort og hvenær hómópatar geta eitt eða annað. ég bý ekki yfir neinni skjalahirslu um hómapata heimsins. þó veit ég að hómópatían er oft, rétt eins og aðrar lækningar, 'trial and error' og þegar eitt virkar ekki er það næsta prófað.

Brjánn Guðjónsson, 2.5.2008 kl. 12:56

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég er sammála þér Brjánn.

Sporðdrekinn, 2.5.2008 kl. 13:11

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ætla ekki að segja neitt um samsetningu lyfja eða lyfleysa.

hinsvegar er ekki um að ræða í tilfellinu með flogaveika barnið að þar hafi einhver trú á lækningu gert gæfumuninn. ég tel víst að barnið hafi ekki síður trúað á mátt hinna viðurkenndu lyfja sem olli því einungis margra vikna móki. sló vissulega á einkennin, sem og á allt annað. barnið lá meira og minna sofandi vikum saman. þvílíkt líf of þvílíkar lækningar!. svolítið dæmigert að 'lækna' einkennin en ekki orsökina.

Brjánn Guðjónsson, 2.5.2008 kl. 13:20

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

og í sínum hroka hótaði doktorinn móðurinni barnaverndarnefnd ef hún dirfðist að taka barnið af lyfjunum, sem voru bersýnilega að gera meira ógagn en gagn. auðvitað hlustaði hún ekki á hótanir hans því hún bar hag barnsins meira fyrir brjósti en svo. enda neyddist hún til að gera allt á laun, þar til hún og barnið hennar, stóðu uppi sem sigurvegarar.

Brjánn Guðjónsson, 2.5.2008 kl. 13:24

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég vissi ekki að til væru hómópatískar svefntöflur, enda eru svefnlyf deyfilyf og þ.a.l. inngrip. misstirðu af því að grundvöllur hómópatíunnar er að virkja líkamann til að taka á meininu, en ekki að vera inngrípandi.

mér sem sýndist þú vera svo assgoti vel lesinn

Brjánn Guðjónsson, 2.5.2008 kl. 13:31

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það eru öfgar. ég er ekki að mæla fyrir öfgum. ég er heldur ekki að segja að hefðbundnar lækningar séu alfarið ómögulegar. bara alls ekki. stundum þarf inngrip til og þar eru hefðbundnu vísindin sallafín. þó þarf þess alls ekki alltaf og þar ættu aðrar leiðir að koma til greina.

Brjánn Guðjónsson, 2.5.2008 kl. 13:40

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

en þú mátt ekki rugla saman remidíum við svefnleysi, sem eru væntanlega langtímalausn, við svefntöflum sem eru það ekki heldur aðeins deyfing í hvert tiltekið skipti.

Brjánn Guðjónsson, 2.5.2008 kl. 13:42

11 Smámynd: Magnús Karl Magnússon

Ágæti Brjánn:

Eins og Páll bendir á er það næstum hlægilegt að homópatía geti virkað þegar ekki eru nein virk mólikúl eftir í lausninni sem gefin er. En það er ekki aðalvandamálið. Vandamálið er að ekki liggja fyrir rannsóknir sem sýna að þær geri nokkuð gagn. Þetta er grundvallaratriði. Gagnvart hefðbundinni læknisfræði skiptir það ekki máli ef að hómópatíu-lausnin innihaldi engin virk efni svo lengi sem hún verkar. En við þurfum að sýna fram á að hún verki.

Þú sagðir að ofan: "Ég veit t.d. að hómópatía miðar að því að virkja ónæmiskerfi líkamans til að berjast sjálft við sjúkleikann, en ekki að vera inngrip. Ég hef líka orðið vitni af of mörgum kraftaverkum hómópatíunnar til að ég geti bara afneitað henni vegna þess það vanti sannanir."

Þú talar um hroka læknisins, vissulega er það slæmt ef það er rétt. En þar ekki við hefðbundnar lækningar að sakast, þar er við persónuna að sakast. Hroki er t.d. það að þykjast vita eitthvað sem maður veit ekki. Hroki er að bera litla virðingu fyrir einstaklingum.

Mér finnast hefðbundnar lækningaaðferðir (ég er ekki að tala um lækna hér almennt heldur aðferðafræði hefbundinna lækninga) þannig ákaflega auðmjúkar. Þær nálgast vandamálin með opnum hug, reyna að komast að sannleikanum með nákvæmum aðferðafræðum sem standast siðfræðilegar kröfur. Þegar talið er að sýnt hafi verið fram á að viðkomandi lækning geri sjúklingi gott þá verður hún hluti af "vopnabúri" okkar í baráttu við sjúkdóma. Ekki nóg með það þá er haldið áfram að rannsaka aðferðina eftir að hún verður viðurkennd og ef eitthvað nýtt kemur í ljós þá er fyrri ályktanir endurskoðaðar. Þetta finnst mér augljóst dæmi um hvernig raunvísindi nálgast sannleiksleitina með auðmýkt en ekki hroka. 

Aftur á móti aðferðir sem eru notaðar með kennivaldi þess sem aðferðina beitir en ekki í ljósi gegnsærra og sannfærandi gagna um gagnsemi þeirra finnst mér dæmi um hroka aðferðafræðinnar sem við eigum að fordæma. Þegar þú segir "Ég veit t.d. að hómópatía miðar að því að virkja ónæmiskerfi líkamans til að berjast sjálft við sjúkleikann, en ekki að vera inngrip". Ég myndi kalla það hroka af þinni hálfu að vita þetta án þess að geta bent mér á hvernig þú vitir það. Og því bið ég þig vinsamlegast um að færa fyrir þessari vitneskju þinni einhver rök sem standast skoðun.

Þú sagðir einnig "Ég hef líka orðið vitni af of mörgum kraftaverkum hómópatíunnar til að ég geti bara afneitað henni vegna þess það vanti sannanir". Við raunvísindamennirir afneitum svo sannarlega ekki slíkum kraftaverkum heldur segjum við "þetta er svo mikilvæg þekking að við verðum að kanna hvort þetta sé rétt". En við myndum aldrei vera svo hrokafull að segja við sjúkling: "ég hef séð svo mörg kraftarverk að þú verður að treysta mér" (án þess að að rannsóknir liggi fyrir). Slíkt kennivald sem veit (af því bara) er ekki trúverðugt og ég segi það enn og aftur, slíkt ber merki um hroka af verstu tegund. Hrokinn sem umvefur sig í skikkju umhyggjunnar fyrir sjúklingunum en neitar að sýna fram á gagnsemi þess verið er að selja sjúku fólki.

Magnús Karl Magnússon, 2.5.2008 kl. 14:03

12 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Magnús: þegar ég segist 'vita' að hómópatían miði að því að virkja ónæmiskerfi líkamans er ég ekki að segja að hún 'geri' það. ég er einungis að segja að ég viti að það sé hugsunin bak við hana. það hefur komið fram hvaða ég hef þá vitneskju.

þú segir, "þetta er svo mikilvæg þekking að við verðum að kanna hvort þetta sé rétt." Þar er ég hjartanlega sammála þér. þess vegna er það einkennilegt að enginn sjái sér hag í að rannsaka það. hverra hagsmuni er verið að verja? sjúklinga eða lyfjaframleiðenda? menn kjósa heldur að vita sem minnst. þannig geta menn líka mótmælt aðferðunum á þeim forsendum að sannanir vanti

Brjánn Guðjónsson, 2.5.2008 kl. 14:12

13 Smámynd: Magnús Karl Magnússon

Nei fyrirgefðu Brjánn..... nú ertu að snúa hlutunum við...... þú segir þannig:

"þú segir, "þetta er svo mikilvæg þekking að við verðum að kanna hvort þetta sé rétt." Þar er ég hjartanlega sammála þér. þess vegna er það einkennilegt að enginn sjái sér hag í að rannsaka það. hverra hagsmuni er verið að verja? sjúklinga eða lyfjaframleiðenda? menn kjósa heldur að vita sem minnst. þannig geta menn líka mótmælt aðferðunum á þeim forsendum að sannanir vanti "

Vandamálið er að ég hef aldrei séð slík kraftaverk og þess vegna fellur sú sönnunarbyrði ekki á mig. Ég stunda ekki homópathíu, ég hef aldrei séð slík kraftarverk, en samt ætlast þú til að við sem stundum hefðbundnar lækningar fari að eyða okkar dýrmæta tíma í að sanna það sem þið haldið fram. Þú heldur því fram að þú hafir séð kraftaverk. Ég trúi þér ekki. Ég trúi ekki á kraftaverk. En ég myndi trúa þér ef að þú gætir sýnt fram á að þetta virki. Ef að þetta eru slík kraftaverk þá ætti það að vera auðleyst mál.

Það væri auðvitað draumur hvers lyfjaframleiðanda að hómópatía verkaði. Þeir gætu þá framleitt milljónir tonna af töflum úr þeim virku lyfjum sem nú fara í að framleiða nokkur stykki. Af að Helgi í Góu gæti fundið aðferð til að framleiða milljón súkkulaðistykki úr efnum sem venjulega duga til aðframleiða eina.... heldur þú að hann myndi fúlsa við því. Nei það er ég ekki hræddur um. En heldur þú að hann myndi fjárfesta í verksmiðju á þessum rökum ef að einhver segði við hann ... "þú verður að trúa þessu kraftaverki, það er hægt að framleiða milljón súkkulaðistykki úr einu". Nei það held ég ekki heldur. Af hverju ekki. Nú af því að þetta hljómar eins og bull. Það er ástæðan fyrir því að hefðbundin lyfjafyrirtæki hafa ekki fjárfest í hómópatíu-iðnaðinum.

Og varðandi ónæmiskerfið..... hugsunin á bak við hómópatíu  byggist ekki á rökum heldur því að sveipa sig í fræðilegum orðum. Enn og aftur dæmi um hroka. Það er hægt að rannsaka ónæmiskerfið. Það er ákaflega flókið, en þegar einhver segir "að virkja ónæmiskerfi líkamans", þá leggja flestir þann skilning í orðin að á bak við það liggi eitthvað annað en tóm orð.

Magnús Karl Magnússon, 2.5.2008 kl. 14:33

14 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þarf kraftaverk til að skapa vilja til rannsókna? er því þannig farið með hefðbundin lyf?

Brjánn Guðjónsson, 2.5.2008 kl. 14:44

15 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

meðan ekkert er rannsakað geta menn endalaust falið sig bak við rökin um að ekkert hafi verið rannsakað og engar sannanir séu fyrir hendi. ég er ekki að segja að rannsóknir myndi staðfesta á frekar en af, en að að kjósa að lifa í þekkingarleysinu finnst mér lykta af afneitun.

Brjánn Guðjónsson, 2.5.2008 kl. 14:47

16 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

en liggi vísindalegar rannsóknir fyrir, sem hafa þá farið fram hjá mér, væri gott að vita af þeim og ég þá bara haldið kjafti og farið að fjasa um eitthvað annað

Brjánn Guðjónsson, 2.5.2008 kl. 14:50

17 Smámynd: Magnús Karl Magnússon

nú ertu enn og aftur að snúa hlutunum við......

Þú sagðist hafa séð kraftaverk eftir hómópatíu ekki ég. Þess vegna notaði ég orðið kraftaverk. Ég sagðist raunar ekki trúa á kraftaverk, en ég trúi gögnum sem eru sannfærandi.

Það lágmarksatriði sem þarf til að skapa vilja til að rannsaka eitthvað tiltekið efni eða aðferð er lágmarksvon um að það virki. Ég hef ekki slíka von gagnvart hómópatíu en ég er tilbúinn til að skipta um skoðun um leið og sé gögn sem benda til annars.

Í guðanna bænum ekki biðja mig aftur um að útskýra þínar eigin fullyrðingar. Kraftaverk.... sanna að hómópatía verki. Sönnunarbyrði er þín megin ef þú trúir á slíka hluti. Ég skal taka þínum gögnum og rökum með opnum hug eins og raunvísindamenn iðulega reyna að gera. En ekki biðja mig um að sanna þína fullyrðingar.

Magnús Karl Magnússon, 2.5.2008 kl. 14:55

18 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég sagði hvergi að kraftaverk sönnuðu eitt né neitt. þegar ég segi 'kraftaverk' á ég ekki við neitt yfirnáttúrulegt, heldur einungis að ég telji mig hafa orðið vitni að hómópatía hafi gagnast þar sem hefðbundnar leiðir gerðu það ekki. Orðrétt sagði ég „Ég hef líka orðið vitni af of mörgum kraftaverkum hómópatíunnar til að ég geti bara afneitað henni vegna þess það vanti sannanir.“ Ég tala hvegi um að neitt hafi verið sannað fyrir mér heldur að ég vilji ekki loka á þann möguleika að hún virki. þú þarf ekki að taka orðin það bókstaflega og þarft heldur ekki að útskýra mín orð þegar þú ert að misskilja þau.

en athyglisvert að þú talir um 'lágmarksvon'. hver er skilgreiningin á henni? á hverju á sú von að byggja? fyrirfram skoðunum þeirra sem bærir eru til rannsóknanna?

Brjánn Guðjónsson, 2.5.2008 kl. 15:08

19 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já, það væri áhugavert að sjá einhverjar alvöru rannsóknir. hver er annars þessi Randi?

Brjánn Guðjónsson, 2.5.2008 kl. 15:15

20 Smámynd: Magnús Karl Magnússon

lágmarksvon er auðvitað sú von að sá sem eyðir tíma í að framkvæma rannsóknina telji einhverjar líkur á að hún verki. Ég myndi aldrei eyða tíma mínum í að rannsaka áhrif þess að skera höfuðið af sjúklingum í von um að lækna þeirra höfuðverk. Ástæðan er næsta ljós - ég held að engin heilbrigður maður telji slíkt árungursríka leið til lækninga. Það sama gildir um hómopatíu í mínum huga ÞANGAÐ TIL EINHVER SÝNIR MÉR VÍSBENDINGAR UM ANNAÐ.

mEÐ

Magnús Karl Magnússon, 2.5.2008 kl. 15:18

21 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

meðan menn eru ekki tilbúnir að skoða það með opnum huga, heldur ákveða fyrirfram að hún sé gagnslaus, er auðvitað engin von um að neitt breytist.

Brjánn Guðjónsson, 2.5.2008 kl. 15:30

22 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

skoða þennan Randi við tækifæri.

ég vil þakka öllum sem þátt tóku í þessu fjasi

Brjánn Guðjónsson, 2.5.2008 kl. 16:03

23 identicon

Það má reyndar ekki gleyma því að ein ástæðan fyrir viðvarandi vinsældum hómópatíu er að hún kom til þegar hefðbundnar lækningar samanstóðu mest af fantaskap og misþyrmingum eins og blóðtöku, laxerolíuinntöku og stólpípum og almennt litið niður á grasameðöl (enda mest gamlar konur sem stunduðu slíkt). Það er meir að segja talið að George Washington hafi dáið vegna þess að það var tappað svo ótæpilega af honum blóði þegar hann barðist við flensu (það að læknar í dag haldi í heiðri þessum uppruna hefðbundinna lækninga með því að kalla sitt helsta fræðitímarit "The Lancet" má heita býsna smekklaus húmor). Hómópatían virkaði einfaldlega betur en hefðbundnar lækningar á þeim tíma, enda var fyrsta boðorðið "do no harm". Auk þess horfðu hómópatar heildrænt á hlutina, ráðlögðu um mataræði og hreinlæti, sem eflaust hefur gert meira gagn en remedíurnar sem slíkar.

Sem segir auðvitað ekkert um það hvort remedíurnar sem slíkar virka eða ekki. Reyndar virðast læknar í dag viljugri en áður til að horfa meira á heildarmyndina, t.d. varðandi mataræði og lífsstíl.

Varðandi dæmi þitt af flogaveika barninu get ég vitna um svipað tilfelli af eigin reynslu. Sonur minn greindist með Tourette og við foreldrar hans höfum náð að halda kækjunum hans í lágmarki með breyttu mataræði og bætiefnum (í samráði við heimilislækni, að sjálfsögðu). Við ákváðum að reyna þá leið þegar það leit út fyrir að drengurinn þyrfti að fara á lyf (sem fyrir Tourette eru mjög sterk geðlyf, með tilheyrandi aukaverkunum). Auðvitað var um að ræða ólæknandi heilkenni sem er ekki lífshættulegt, ef um annað hefði verið að ræða hefði ákvörðunin verið allt önnur . Hægt er að lesa meira um hvað við gerðum hérna. Þetta var upplýst ákvörðun af okkar hálfu. Tek það þó fram að ef til hefði verið góð, "hefðbundin" lausn án nokkurra aukaverkana hefðum við eflaust spáð minna í þetta.

Guðmundur (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 16:34

24 Smámynd: kiza

Held að Guðmundur hér fyrir ofan hafi hitt naglann á höfuðið... það þarf að meta hvert og eitt tilfelli sérstaklega, og gæta jafnvægis.

Hinsvega má líka spyrja hvers vegna eitthvað sé kallað "óhefðbundið" sem á sér ríkari sagn-og mannfræðilega hefð heldur en svokallaðar "hefðbundnar" lækningar. Nútíma lyfjafræði byggir einnig að miklu leiti á upplýsingum fengnum frá fyrri tímum, þ.á.m. grasalækningum og "göldrum".  

Og ef meðalið virkar, þá er mér skítsama hvort það er lyfleysa eða ekki. Ef það VIRKAR.  

kiza, 2.5.2008 kl. 22:09

25 identicon

Hómópatía hefur verið rannsökuð og ekkert bendir til þess að hún hafi nokkra virkni umfram lyfleysu.

Þór Friðriksson (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 22:47

26 Smámynd: SeeingRed

Veit ekkert um hómópatíu en þekki marga sem hafa drukkið vel valin seyði við krankleykum með mögnuðum árangri þegar "hefðbundnir læknar" höfðu engin ráð.

Við Íslendingar eigum því mikla láni að fagna að enn er til fólk sem kann þessi gömlu og margreyndu ráð sem duga jafn vel í dag sem fyrr.

Almennt tel ég að alltof oft sé gripið til sterkra lyfja með alvarlegum hliðarverkunum eða skurðhnífsins áður en náttúrulegri og minna skemmandi aðferðir eru reyndar, við þurfum bæði grös og annað sem við getum náð okkur í sjálf úti í tiltölulega(til þess að gera) lítt mengaða náttúru landsins eða til kunnáttufólks sem hefur margt jafnvel meðtekið vísdóminn mann fram af manni í sömu fjölskyldunni, þetta merka starf má aldrei verða drepið.

SeeingRed, 3.5.2008 kl. 02:33

27 identicon

Ég rakst á mjög áhugaverða grein um hómópatíu í The Lancet:

http://www.sciencedirect.com/science?_ob=ArticleURL&_udi=B6T1B-4R4NNG8-5&_user=5915660&_rdoc=1&_fmt=&_orig=search&_sort=d&view=c&_acct=C000068853&_version=1&_urlVersion=0&_userid=5915660&md5=1678016de4ff6808dec204567d9100bd

Þessi tengill ætti að virka gegnum landsaðgang Íslands.

Þór Friðriksson (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 21:07

28 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég skoðaði síðuna sem Páll 'linkaði' á.

ég er þó forvitinn að vita af rannsóknunum sem umræddur Randi koma að og hve áreiðanlegar slíkar rannsóknir geti talist, vitandi að maðurinn heldur fyrirlestra gegn hómópatíu.

Brjánn Guðjónsson, 3.5.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband