Þriðjudagur, 13. maí 2008
Gunnhildur mætt!
Krían Gunnhildur, sem Seltyrningar líta á sem hinn eina sanna vorboða, lenti við Seltjörn í dag. Gunnhildur, sem er orðin fjörgömul, hefur komið að Seltjörn um margra ára skeið.
Gunnhildur færir okkur vorið segir Ævar Pétursson, Seltyrningur. Án hennar kemur ekki vor.
Þar sem Gunnhildur er komin nokkuð til ára sinna, leita Seltyrningar nú logandi ljósi að verðugum arftaka hennar sem boðbera vorsins, því ljóst er að ekki verður Gunnhildur eilíf.
Já við erum að reyna að finna annan fugl að taka við vorboðahlutverkinu segir Ævar. Við höfum engan fundið enn. Vonandi verðum við ekki of sein í því. Það væri verra er hér kæmi ekki vor eitthvert árið.
Gunnhildur og maki hennar, Sigfinnur, munu ala unga sína við Seltjörn en munu að því loknu flytjast búferlum til Jóhannesarborgar, þar eð þau hafa einungis tímabundið landvistarleyfi á Íslandi.
Krían komin á Nesið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.