Fimmtudagur, 15. maí 2008
Dæmdur til stjaksetningar og reytingar
Héraðsdómur Bakkatjarnar dæmdi í dag Jónatan Livingstone máv til stjaksetningar og reytingar fyrir yfirgang, hreiðurbrot og fósturát.
Jónatan réðist á heimili þeirra Svans og Svanhildar Flyvering. Hrakti þau úr hreiðri sínu og át fimm ófædd börn þeirra.
Í dómnum segir m.a. Með verknaðinum hefur ákærði sýnt einbeyttan brotavilja og árásin var mjög óvægin.
Jónatan mun ekki hafa ákveðið enn hvort dómnum verði áfrýjað til Eftirréttar.
![]() |
Harmleikur á Bakkatjörn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tiger, 15.5.2008 kl. 19:21
Fólk vill skjóta máva af því að þeir eru svo ljótir og éta egg og unga annarra fugla,
Hvað vilja menn þá gera við mannfólkið, ljótt og slátrar og pyntar alla, dýr og manneskjur, ungviði jafnt sem aldna.
ha ha (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.