Á móti óþarfa lýðræði

Á þingi samtaka sjálfstæðismanna í kvöld hélt Björn Bjarnason, ráðherra dóms- og kirkjumála tölu.

Tjáði hann þá skoðun sína að hann legðist gegn óþarfa lýðræði, s.s. þjóðaratkvæðagreiðslum og þ.h. Betra færi á að þröngur hópur þingmanna færi með allar meiriháttar ákvarðanir.

Í ræðu sinni sagði Björn meðal annars „Ég er þeirrar skoðunar að lýðurinn hafi ekki hundsvit á evrópumálum, frekar en öðru. Því er það eindregin skoðun mín að stjórnarskrárbreytingar, sem og aðrar meiriháttar ákvarðanir, skuli fara fram í reykmettuðum bakherbergjum.“

Aðspurður hvort ekki væri æskilegt að almenningur kæmi eitthvað að málum, sagði Björn. „Æskilegt væri að almenningur vissi eitthvað um eitthvað. Svo er hinsvegar ekki. Ég hef enga lausn á því, aðra en þá góðu og gildu reglu að hafa vit fyrir honum.“

Þinginu verður framhaldið á morgun. Þá mun Davíð Oddsson m.a. flytja erindi um stýrivexti.


mbl.is Á móti þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jahérna. það var það eina sem ég get látið út úr mér.... Jahérna. ég vissi að maðurinn væri klikkaður en svona klikkaður..... jahérna... hann er bara nautheimskur maðurinn.

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 01:36

2 identicon

Ég er nú bara fávís kona hvernig ætti ég að hafa vit á svona málum, hjúkk hvað ég er heppin að hafa menn eins og Björn og Davíð til að taka ákvarðanir fyrir mig, ég er svo örugg......

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 09:37

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

AliP. Það er ekki eins og verið sé að tala um að greiða þjóðaratkvæði með hverju sem er.

Hve margir þingmenn eru 'sérmenntaðir' í þingstörfum? Málið snýst ekki um að hafa menntun, heldur heilbrigða skynsemi.

Brjánn Guðjónsson, 16.5.2008 kl. 10:27

4 identicon

já það er löngu vitað að þjóðin er heimsk og getur ekki tekið ákvaðanir né haft skoðanir, þannig að Bjössi yfirmaður alls herafla íslands hefur alveg rétt fyrir sér. það sést bara á því að hann var kosinn á þing ásamt glæpamanninum frá Vestamannaeyjum. það sést að þjóð sem að er svo heimsk að kjósa þennan hroðbjóð aftur og aftur stígur ekki í vitið, ekki frekar en bandaríkjamenn sem að kusu Bush oftar en einu sinni.

því segji ég hættum þessu bulli og komu á herforingja stjórn með Bjössa og co við völd, þeir vita jú best

steini tuð (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband