Biðin langa á enda

Mörg gömul harmonikku- og sjóarahjörtu tóku kipp í dag, er þær fréttir bárust að hljómsveitin Áhöfnin á Halastjörnunni hefði gefið út nýjan hljómdisk. Diskurinn, sem ber heitið Hrefnukvóti, hefur að geyma alls 10 lög. Öll eftir Gylfa Ægisson. Ýmsir gestasöngvarar leggja hljómsveitinni lið sitt á disknum. Þar má telja Bubba Morthens, Eyjólf Kristjánsson og Eyþór Arnalds. Sem fyrr syngja svo einnig þeir Rúnni Júl og Gylfi Ægis.

Rúnni Júl sagði, í viðtali við Bergmálstíðindi, liðsmenn sveitarinnar lengi hafa fundið fyrir þrýstingi að koma saman á ný. „Þögnin var orðin þrúgandi“ segir Rúnni. Hvað efnistök texta disksins segir Rúnni örlitlar áherslubreytingar vera frá seinustu plötu, sem einungis kom úr á vínyl. „Á síðustu plötu var meiri áhersla á síld og karfa. Nú erum við meira í stórfiskum og sjávarspendýrum. En auðvitað megin þemað, eins og áður, hve slor er rómó og maddsjó.“


mbl.is Hrefnukvóti gefinn út í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband