Mánudagur, 19. maí 2008
Nýr forstjóri Varnarmálastofnunar
Utanríkisráðherra skipaði í dag Ellý Viðarsdóttur nýjan forstjóra Varnamálastofnunar Íslands. Frá og með 1. júni n.k. mun hlutverk stofnunarinnar breytast og starfsemin eflast til muna. Við inngöngu Íslands í NATO tóku Bandaríkjamenn að sér varnamál Íslendinga. Fram að því hafði ekki verið þörf á sérstökum landvörnum hér, þar eð Íslendingar áttu enga óvini. Frá því Bandaríkjamenn hurfu héðan og til Íraks hafa hinar og þessar þjóðir hlaupið í skarðið, s.s. Norðmenn og Frakkar. Nú munu landvarnir Ísland færast alfarið á hendur Íslendinga sjálfra.
Í samtali við Bergmálstíðindi segir Ellý starfið afar krefjandi og mörg stór verkefni framundan. Nú fari í hönd að stofna Íslenskt heimavarnarlið, sem kalli á stór auknar kröfur um gæði íslenskra heykvísla og kindabyssa. Að sama skapi munu allir bændur landsins hljóta sérþjálfun í meðferð slíkra vopna. Eins fari í hönd leit að verðugum óvini. Leitun hefur verið að slíkum eftir þorskastríð og eftir að Shirinovsky fór að halda kjafti segir Ellý.
Skipuð forstjóri Varnarmálastofnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Auðvitað réði ISG konu í starfið og hún er örugglega í Samfylkingunni. Samfylkingin sér um sína.
ISG ræður bara konur í störf. ISG er á góðri leið með að útrýma öllum karlmönnum úr góðum stöðum og brátt verða allir karlmenn undirmálsmenn af þeim sökum.
Karl Þór Sigurkarlsson (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.