Helmingur flýr land

Samkvæmt Þjóðarpúlsinum, sem Gallup gerði fyrir Bergmálstíðindi, hyggst rúmur helmingur landsmanna ætla að flýja land vegna efnahagsástandsins hér. Ekki sé lengur hægt að halda neyslyfylleríinu áfram hér, en skilyrði til þess hafi hinsvegar batnað til muna erlendis, s.s. á Tenerife og Alicante.

Það kemur einnig á óvart að þriðjungur landsmanna virðist haldinn masókískum hneigðum og hafi hugsað sér að gerast ferðamenn á íslandi.

Þýði könnunarinnar voru þrjátíu manns. Fólk sem hefur tvo jeppa og fellihýsi skráð á sitt nafn, en í öllum tilfellum í eigu Lýsingar.


mbl.is Helmingur landsmanna ætlar til útlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband