Dagurinn í dag

Var ansi hreint fínn. Skrítið hvernig hlutirnir gerast stundum á réttum tímapunkti.

Síðastliðið haust slitum ég og kærastan fyrrverandi okkar sambandi. Samband sem hafði verið on/off í þrjú ár. Mikill kærleikur og ást en einhvernvegin var okkur ekki ætlað að vera saman. Síðan þá hefur ýmislegt gengið á. Tilfinningarússíbanar og allar græjur, á báða bóga. Þó höfum við einhvernvegin alltaf borið kærleika hvort til annars. Við höfum þurft að vera í sambandi, með tölvupósti, vegna eignaskipta. Við höfum þó hvorugt treyst okkur til að hittast, af ótta við að tilfinningarússíbaninn færi af stað. Þráhyggjan, afbrýðisemin og allur sá pakki. Hún að deita aðra og ég aðrar, eins og gengur. Veltum þeirri spurningu fyrir okkur hvort okkur tækist að vera (bara) vinir.

Síðan ákváðum við í vikunni að hittast í dag og ganga frá afsali vegna hússins sem við áttum saman og hún hefur keypt af mér.

Í stuttu máli sagt voru þessir endurfundir alveg æðislegir. Kærleikur og væntumþykja. Ekki til afbrýðisemi eða þráhyggja. Á leiðinni til frænku hennar, sem er löffi og sá um afsalsgerðina, blastaði hún Pál Óskar í bílnum og við sungum með. Eftir afsalsfarganið bauð hún mér á sýningu og svo skelltum við okkur í sund. Síðan bauð ég henni að borða og svo fór hver sína leið. Bara hreinn og klár vinskapur, eins og hann á að vera.

Mikið er ég glaður að hafa eignast þessa 'nýju' vinkonu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðin er svo sannarlega gagnkvæm hjartans vinur minn  og afganginn af öllu því sem ekki verður sagt hér vitum ég og þú! Þú átt (reyndar eins og áður - bara héðan í frá án tilfinninga"rússíbana") ÓENDANLEGAN kærleiksstraum úr Borgarnesi! Ása.

Nýja vinkonan :-) (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 23:37

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

takk fyrir það Ása mín. megi kærleikurinn umvefja þig alltaf og allsstaðar. þú ert góð sál.

Brjánn Guðjónsson, 31.5.2008 kl. 23:42

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já ég skilðig Guðrún og tek á því þegar það gerist. allavega er ég alveg laus við tilfinningar gagnvart hennar 'vinum'. sá sem veitir henni kærleika er í náðinni hjá mér. það er ekki flókið. því mér þykir vænt um hana.

vonandi veit það á gott

reyndar er mun stirðara milli mín og barnsmóður minnar, en það er önnur umræða.

Brjánn Guðjónsson, 31.5.2008 kl. 23:48

4 Smámynd: Svetlana

Til hamingju með þennan áfanga

Svetlana, 1.6.2008 kl. 00:18

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð flott bæði tvö.  Svona á að gera þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2008 kl. 00:49

6 identicon

Já, elsku hjartans kæri vinur. Þetta er hægt - og ekki bara hjá Dalai Lama og hans líkum, óeigingjarn kærleikur er til (þó maður hafi alltaf haldið maður ætti hann ekki til sjálfur). Ég veit ég á hann hjá þér og ég veit um hólfið sem ég á í hjartanu þínu (og þú veist um hólfið hjá mér) og farðu bara og eignastu vinkonur eins og þú getur og sofðu hjá eins og þig lystir! Það mun ALDREI neinn taka það frá okkur sem við eigum saman. Guð geymi þig í dag - þar til þú lest þetta kl ca hálfsjö, nýrankaður úr rotinu (þú þarna svefnpurka aldarinnar )

Ásan aftur (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 12:56

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hehehehe, æðislegt innlegg Ása mín.

ég er orðinn svo gamall að ég er farinn að vakna á morgnana. hataða.

Já Ása, þú átt alveg frátekið hjartahólf hjá mér. þinglýst.

Brjánn Guðjónsson, 1.6.2008 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband