Ökuníðingur

Ég átti erindi til kunningja míns í gær, sem býr í Túnunum. Þar sem ég ók niður Hátúnið leitaði hugurinn 24 ár til baka, til sumarsins '84. Þá hafði Glímufélagið Ármann aðstöðu á horni Hátúns og Sigtúns (nú Sóltúns). Ég vann hjá vinnuskólanum (unglingavinnunni) á svæði Ármanns.

Það var sólríkur og fallegur dagur. Þar sem við strákarnir vorum að raka hey eða mold, eða í einni af hinum vinsælu pásum, heyrðum við mikið dekkjaískur og bank. Við hrukkum við og litum kring um okkur. Bíll hafði ekið upp Hátúnið og við Miðtúnið hafði lítið barn hlaupið út á götuna. Það var hræðilegt að koma að. Mér var sagt síðar að barnið hefði lifað af, en þessari minningu gleymi ég þó aldrei.

Nú hefur hámarkshraði þarna verið takmarkaður við 30 Km/klst.

Þar sem ég var staddur svo að segja nákvæmlega á þeim stað er slysið varð, lullandi á 30, brunaði fram úr mér maður á jeppanum sínum. Hann var ekki undir 50 Km/klst hraða. Ég ætla ekki að hafa hér eftir þær kveðjur sem honum voru sendar. Fyrir mér er hann hreinn og klár ökuníðingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þetta gerir mig svo reiða.

allir ættu að fá ökuskírteinið sitt afhent eftir góða skoðunarferð um Grensás. Helst láta fólk vinna þar í einhvern tíma með fórnarlömbum umferðarslysa áður en hægt er að taka prófið.

Jóna Á. Gísladóttir, 12.6.2008 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband