Skítalykt af málinu

Ég tel að það séu ekki margir hæfir til að fást við sjúkdóminn alkóhólisma, sem enga persónulega reynslu hafa af sjúkdómnum. Ég skal ekki fullyrða um að enginn sé það, en ég tel að það sé í undantekningartilfellum.

Svo ég haldi áfram að beturvitrast og án þess ég hafi einhverjar konkret tölur að vísa í, þá er það jafnframt mín tilfinning að allmargir, ef ekki flestir, þeirra sem starfa beint með sjúklingum hjá SÁA sé óvirkir alkar og þekki af eigin raun baráttuna við Bakkus.

Að sama skapi er eitthvað sem segir mér að hjá fyrirtækinu Alhjúkrun, sem er „þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði sem útvegar hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til heilbrigðisstofnana, fyrirtækja og einstaklinga“ séu óvirkir alkar ekki í meirihluta, ef einhverjir. Fyrirtæki sem er í raun bara starfsmannaleiga, eins og annar bloggari nefnir réttilega.

Hver er skýringin á að þeir sem ákvarðanavaldið hafa kjósi heldur að borga meira fyrir minna hæft fólk, en að borga minna fyrir hæfara?

Mér dettur t.d. í hug að ráðafólk hafi ekki hundsvit á alkóhólisma, ef heilbrigðismálum yfirleitt. Þeir virðast ekki heldur hafa vit á að leita ráðgjafar einhverra sem vit á þeim hafa.

Aðra skýringu hef ég heyrt. Ásta Möller.


mbl.is Gagnrýnir að ekki var samið við SÁÁ um áfangaheimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er þér svo hjartanlega sammála.  ARG.

Farin að telja upp að einhverju.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.6.2008 kl. 16:19

2 identicon

Nei nú er ég sko ekki sammála, þarf alls ekki að vera alki til að hjálpa ölkum. Og það er einmitt bara betra að það séu fleiri en ein stofnun að sinna þessum málaflokk, fjölbreytnin verður þá meiri og fólk hefur val, SÁÁ leiðin hentar nefnilega ekki öllum þrátt fyrir útbreiddan misskilning um að svo sé. Tek það fram að ég er ekki að gera lítið úr þeirra starfi eða þeim árangri sem margir hafa náð eftir þeirri leið!

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 17:34

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nei, kannski ekki algilt. annars er alkóhólismi fyrst og fremst andlegur sjúkdómur. er það sérsvið hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða?

Brjánn Guðjónsson, 12.6.2008 kl. 17:42

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já alveg sjálfsagt að hafa fleiri stofnanir en bara SÁA, en kommon. hvurslags stofnun er þetta?

hví ekki að láta málið frekar til gjaldheimtunnar?

Brjánn Guðjónsson, 12.6.2008 kl. 17:44

5 identicon

Vona að það verði ráðnir Áfengis og Vimuefnaráðgjafar sem samkvæmt nýrri löggjöf eru nú heilbrigðisstarfsmenn sem hafa fengið sérmenntun í að fást við þennan "sjúkdóm" ef við kjósum að kalla fíknir því nafni. Já fyrst og fremst þarf þetta fólk að takast á við andlegar og eða félagslegar afleiðingar neyslu sinnar.

Að vísu sumir svo langt gengnir að líkamlegir kvillar há þeim verulega.

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 17:51

6 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Sammála Brjánn.

Gunnar Gunnarsson, 18.6.2008 kl. 00:38

7 Smámynd: Signý

Sko... (kemur þessi leiðinlegi alki og ibbar gogg...) Það er nú bara þannig að alkar eru bestir í því að hjálpa ölkum. Það hefur sannað sig í gegnum áratugina, eða allt frá því að Dr. Bob  og Bill W. (sem var alki) datt niður á einhverja hugmynd um hvernig ætti að hætta að drekka og ákvað að skrifa það niður og byrja að iðka það sem hann hafði sett niður fyrir sig, og það virkaði. Allt voru þetta mjög einfaldar aðgerðir, svona fyrir hinn meðal jón en fyrir alkana getur þetta verið svolítið flókið... þessi hugmynd, sem Bill kom með 1935 heitir 12sporkerfi... sem seinna varð að samtökum sem kallast AA. 

AA byggist upp á því að alkar hjálpi öðrum ölkum, og í þeirri trú að svo lengi sem maður hjálpar öðrum er maður að hjálpa sjálfum sér. Sem er alveg satt. Ég stórlega efast um að allar þær milljónir manna sem hafa dílað við alkahólsima og hafa farið í gegnum AA og eru edrú það sem eftir er, sé einhver tilviljun eða heppni.

Ég nefnilega tel, og þá er það mín persónulega upplifun og skoðun á þessum málum, að það er algjör grunnforsenda þess að alki eða fíkill eða hvað þú vilt kalla það haldist edrú sé ígegnum gagnkvæman skilning á því sem er að gerast í hausnum á manni á hverjum tíma. Og það er enginn betur til þess fallinn en einmitt annar alki.

Ég get t.d ekki ætlast til þess að fólk í kringum mig sem ekki hefur þennan sjúkdóm, og já ég trúi því að þetta sé sjúkdómur, skilji það sem ég er að ganga í gegnum eða hvað ég er að hugsa þegar ég tek upp á því að haga mér furðulega. Ég verð nefnilega alltaf sami fíkillinn eða alkinn því þetta er ekki eitthvað sem læknast og bara hverfur. Þetta er eitthvað sem maður heldur niðri, með ákveðnum aðferðum og aðgerðum.

Ég hef nefnilega gengið í gegnum meðferðir sem unglingur, inn á meðferðarstofnunum hannaðar fyrir unglinga, af ríkinu, með þessum svokölluðu "meðferðarfulltrúum" og fyrir mér er það algjört kjaftæði, það eina sem þeir höfðu fram að færa er að segja mér eitthvað sem ég vissi þá þegar, og ég átti bara að hætta því. Svona eins og maður hættir bara að drekka vatn eða eitthvað. Það vill nefnilega oft verða þannig, án þess að ég sé að gera lítið úr þessum "meðferðarfulltrúm" að þeir eru svo miklir læknar, félagsfræðingar og sálfræðingar að þeir vilja oft gleyma því við hvað þeir eru að eiga. Alkahólismi er ekki eins og eitthvert kvef eða flensa sem bara hverfur. Alkahólismi er eitthvað sem maður dílar við alla ævi.

Þetta er lúmskur sjúkdómur sem læðist aftan af manni þegar maður á síst von á því, og oftar en ekki tekur maður ekki einu sinni eftir því.

Og þá held ég að ég sé alveg búin með kvótan minn hérna í kvöld

Ég afsaka langt mál... og kannski örlítið dreift. En ég hef trú á því að fólk sem les þetta blogg sé með afbrigðum vel gefið... svo þið náið punktinum.

Takk fyrir kaffið!

Signý, 18.6.2008 kl. 00:47

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

skál Signý

sá veit sem upplifar!

Brjánn Guðjónsson, 18.6.2008 kl. 01:25

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ok, langvarandi drykkja getur vissulega haft líkamlegar afleiðingar.

þó er sjúkdómurinn alkóhólismi fyrst og síðast andlegur sjúkdómur.

Brjánn Guðjónsson, 18.6.2008 kl. 01:32

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

og engin lyf eða aðrar 'lækningar' sem lækna hann

það er staðreynd

Brjánn Guðjónsson, 18.6.2008 kl. 01:34

11 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

en, hægt er að halda sjúkdómnum niðri.

já, með 12 spora prógrammi. það virkar.

vegna þess að það tekur á rótum vandans. manni sjálfum.

Brjánn Guðjónsson, 18.6.2008 kl. 01:37

12 Smámynd: Signý

Amen!

Algjörlega sammála því og nákvæmlega það sem ég var að reyna að æla útúr mér í þessari B.A-ritgerð sem ég skrifaði hérna áðan...

Ég þarf að fara á svona námskeið að segja einfalda hluti í sem fæstum orðum... það myndi auðvelda líf mitt mikið

Signý, 18.6.2008 kl. 01:42

13 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Sammála þér Brjánn og Signý, mér fannst BA ritgerðin þín ljómandi fín:)

Birgitta Jónsdóttir, 18.6.2008 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband