Íslendingar sakna Davíðs

Skoðanakönnun sem var birt í dagblaðinu Húsmæðratíðindi í dag bendir til þess að Íslendingar sakni þess tíma er Davíð Oddsson gegndi embætti forsætisráðherra.

Samkvæmt könnuninni, sem var gerð af SUS, telja þrír af hverjum fjórum að það hafi verið til hins verra er Geir H. Haarde tók við embætti forsætisráðherra.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar um tæp 6%

Geir naut mikils stuðnings er hann tók við embættinu af Davíð fyrir nokkrum árum síðan en síðan þá hefur fylgi flokksins minnkað jafnt og þétt.

Alls tóku 12 manns þátt í skoðanakönnun SUS.

Þegar fólk var spurt hverjar ástæður væru fyrir því að það kysi að fá Davíð aftur, voru algengustu svörin að það vantaði einhvern sem segði „Svona gera menn ekki“ og að það vanti fóstru til að fylgjast með ríkisstjórnarsandkassanum.


mbl.is Bretar sakna Blair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hehe, já og 23 svöruðu „af því bara“

Brjánn Guðjónsson, 25.6.2008 kl. 11:31

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er hamslaus úr söknuði eftir Davíð, búhú.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2008 kl. 11:36

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

skilðig algerlega, Jenný

Brjánn Guðjónsson, 25.6.2008 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband