Mótmælabúðir opnaðar á Hellisheiði

Samtökin Saving Iceland hafa opnað mótmælabúðir á Hellisheiði. Í ljósi gífurlegra vinsælda allra handa mótmæla hérlendis síðari ár, hefur orðið vart við mótmælaskort.

Mótmæli hérlendis hafa í mestum mæli verið innflutt. Segja má að íslensk mótmæli hafi vart fengist hér síðan Keflavíkurgöngurnar voru aflagðar. Því er fagnaðarefni í hugum margra að samtökin hafi nú hafið framleiðslu og sölu á íslenskum mótmælum. Mótmælaverslanirnar verða staðsettar á Hólmsheiði, þaðan sem stutt er í allar áttir.


mbl.is Mótmælabúðir á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...snilld!!!

Haraldur Bjarnason, 12.7.2008 kl. 15:09

2 Smámynd: Sigurjón

Það er skrýtið að það þurfi að ,,átsorsa" mótmælum...

Sigurjón, 12.7.2008 kl. 16:41

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hafa hin ágætu Bergmálstíðindi, málgagn alþýðunnar, grafist fyrir um hvað mótmæli þessi kosta út úr búðunum? Er verðið í íslenskum krónum, evrum, dollurum eða einhverjum öðrum gjaldmiðlum? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.7.2008 kl. 17:59

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

all í krónum, enda hér um innlenda vöru að ræða. verðið er óþekkt, en þar sem þetta er afburða vönduð vara má gera ráð fyrir að hún kosti sitt

Brjánn Guðjónsson, 12.7.2008 kl. 18:26

5 identicon

Þú ert skemmtilegur

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 20:35

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

En eru þetta ekki mest útlendingar sem selja vöruna? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.7.2008 kl. 20:37

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég veit ekki með þorpsfíflin en var ekki grátkonum greitt..?  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.7.2008 kl. 21:55

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

takk Eva  

Lára Hanna, útlendingarnir kaupa vöruna og nota við mótmæli sín. þetta er því hörku gjaldeyrirgróði

ég veit ekki, Helga Guðrún. ég hef alla tíð forðast grátkonur eins og flensuna. þekki því ekki vel efnahagsreikninginn þeirra.

Brjánn Guðjónsson, 12.7.2008 kl. 22:22

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég held að ég sé að byrja að fatta hvernig þetta er hugsað hjá þeim... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.7.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband