Olíuverð á Íslandi

Nú hefur heimsmarkaðsverð á olíu orsakað enn eina hækkun eldsneytisverð hérlendis.

Margur kann að spyrja sig hverju það sæti að olíuverð hér hækki um leið og heimsmarkaðsverð, en lækki ekki að sama skapi þegar heimsmarkaðsverð lækkar.

Bergmálstíðindi leituðu til Samúels Guðlaugssonar, sérfræðings um íslenska verðlagningu.

„Sko, þegar olíuverð lækkaði um daginn, hafði dollarinn hækkað líka, svo verðið stóð í stað. Síðan lækkaði dollarinn, en þá var forstjórinn með bakverk, svo ekki var hægt að lækka verðið“ segir Samúel. „Svo styrktist krónan gagnvart dollar, en þá vildi svo til að innkaupastjórinn okkar var í fríi. Nú svo kom hann úr fríi og olían hækkaði og dollarinn líka. Þá er bara að pumpa upp verðið, fyrst allir eru heilir heilsu. Ehaggi?“ segir Samúel að lokum.


mbl.is Eldsneytisverð snarhækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jabb, sama hugsaði ég.  Bergmálstíðindi eru mitt málgagn.  Ekki spurning.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.7.2008 kl. 21:07

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Bergmálstíðindi standa neytendavaktina, get ég sagt þér

Brjánn Guðjónsson, 14.7.2008 kl. 21:30

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Fyrir ári kostaði olíufatið í ísl. krónum talið 4400 krónur (dollar kostaði þá 61 kr. og olíufatið 72 dollara). Núna kostar fatið 11400 kr. (dollar er á 78 kr. og fatið á 146 kr.). Það er hækkun upp á um 160%. Hefðu olíufélögin hækkað díselinn um 160% síðasta árið kostaði líterinn núna um 330 kr. en er hins vegar á aðeins 200 kr. Olíufélögin hafa þar af leiðandi augljóslega tekið á sinn rekstur verulegan hluta hækkunarinnar en geta það varla lengur og reikna ég með að hækkunin núna sé byrjun á leiðréttingu hvað það varðar.

Baldur Fjölnisson, 15.7.2008 kl. 00:37

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

semsagt, álagningin var allt of há fyrir og nú neyðast þeir til að draga úr henni, meinarðu?

Brjánn Guðjónsson, 15.7.2008 kl. 10:25

5 Smámynd: Landfari

Baldur, þú getur ekki reiknað þetta svona því verði fyrir ári samnstóð afinnkaupsverði, flutningskostnaði olíugjaldi, álagningu og virðisaukaskatti.

Það er bara einnliður sem hefur hækkað um 160% samkvæmt þínum tölum þ.e.a.s. innkaupsverðið. Flutnigur hefur hækkkað en ekkert ílíkingu við 160%. Olíugjaldið er föst krónutala og hefur ekkert hækkað. Álagnig olíufélaganna hefur hækkaðað þeirra sögn er en er ekki prósentuálgning og hefur ekki hækkað í hlutfalli við innkaupsverð. Virðisaukaskatturinn er hefur svo hækkað í krónum talið í réttu falli við hækkun hinna þátttanna samanlagðra sem er langt undir 160%

Olíufélögin hafa með öðrum orðum ekki tekið á sig neina hækkun heldur hafa þau hækkað í krónum talið álagninguna sína til að mæta hækkandi fjármagnskostnaði.

Landfari, 15.7.2008 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband