Hagræði

Á þessum síðustu og verstu tímum hafa mörg fyrirtæki þurft að hagræða til að mæta mótbyrnum.

Sum fyrirtæki eru enn haldin þeirri trú að af uppsögnum hljótist hagræði. Það er af og frá því óþarfa skrifborð, stólar, eða hvað annað sem tilheyrði fyrrum starfsmönnum, þvælast þá fyrir hinum sem eftir eru. Ekki mikið hagræði af því.

Önnur fyrirtæka hafa tekið hina stefnuna, að taka til og hagræða hlutum hjá sér svo þeir verði starfsfólki ekki til ama. Það hefur gefið ágætis raun.

Færri fyrirtæki, en þó eitt og eitt, hafa farið þá leið sem virðist skila bestum árangri. Felst hún í að hagræða bókhaldinu. Mun það hafa minnsta truflun á daglega starfsemi fyrirtækisins.


mbl.is Fyrirtæki hagræða í rekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt, geri það reglulega í mínu fyrirtæki og hagræði heimilisbókhaldinu :)

Alltaf nóg til og ekki ástæða til að segja neinum upp, ja öðru hvoru elskulegum eiginmanninum en það er þá fyrst og fremst vegna ágreinings um stjórnunarhætti og sýnist sitt hvorum um hver halda skuli um stjórnartaumana ha ha eins og það sé eitthvert álitamál?

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 16:25

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

allt í lagi skutla meðan hann fær endurráðningu

Brjánn Guðjónsson, 15.7.2008 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband