Gums

Búinn að vera latur að blogga undanfarið. Tilhugalífið tekur sinn toll. Hef verið að kynnast yndislegri konu. Erum búin að spjalla mikið og lengi. Skemmtileg og spennandi manneskja. Já og líka flott. Fokking flott, en umfram allt, skemmtileg og opin og laus við afbrýðisemi, sem mér finnst mikilvægt. Ég hef fengið meira en nóg af afbrýðisemi í fyrri samböndum. Afbrýðisemin er eitrandi og bara hreinn viðbjóður. Bara gaman. Samdi um það lag sem ég setti í spilarann.

Annars bara æðislegur tími núna með föðurbetrungunum. Keyptum smá stöff handa Bóbó, sem varð alveg himinlifandi. Nýtt dót og eitthvað nýtt að naga. Bóbó er alsæll.

Fullt að gera susum, en á morgun höldum við áfram með Simpsons-Monopoly sem við spiluðum í kvöld. Minns á fæstar eignir en mestan pening. Spurning hvernig það fer. Þau mala mig örugglega, enda miklu klárari en ég.

 

b.t.w. mér finnst að landspabbi eigi að finna sér vinnu í skósmiðju. það er, ef hann kann til verka eða hefur verkvit yfir höfuð.

hmmm, er ekki viss

 

 

ave


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... gaman hjá þér þessa dagana kallinn... og Bóbó virðist í fínu formi líka... góða helgi!

Brattur, 19.7.2008 kl. 09:06

2 identicon

hlaut að vera, þú ert eitthvað svo utan við þig...svo gaman að vera skotinn :)

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 09:44

3 Smámynd: Gulli litli

Til hamingju með tilhugalífið.....bara gaman hjá þér. Á Íslandi er best að búa er frábært lag og texti...

Gulli litli, 19.7.2008 kl. 10:00

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Bóbó er alsæll.  Brjánn er alsæll.    Gæti ekki verið betra.

Anna Einarsdóttir, 19.7.2008 kl. 11:07

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með "ástfengnina" og "fokkings" flottu konuna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2008 kl. 12:16

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

svo miklu betra að vera skotinn en andskotinn

takk alles. Bóbó leikur á alls oddi og ég í áttunda himni. lífið er bara skrambi skemmtilegt, þrátt fyrir öll gjöldin.

Brjánn Guðjónsson, 20.7.2008 kl. 03:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband