Hamingja?

Hvað er hamingja? Er hamingja manns/konu háð því hvernig makinn hegðar sér? Án þess að hafa lesið bók Þorgríms, hef ég á tilfinningunni að það sé hanns skoðun. Allavega miðað við titil bókarinnar. Æjæ.

Nei. Seinast þegar ég gáði kallaðist það ekki hamingja, að gera eigin tilfinninar að framlenginu á tilfinningum annarra. Það kallast á góðri íslensku, meðvirkni.

Fólk sem er meðvirkt, af ýmsum ástæðum, leitar sér gjarnan hjálpar við að komast úr meðvirknishlutverkinu. Já, losna undan meðvirkninni til að öðlast hamingjuna. Þannig er það nú. Það er nefnilega engin hamingja fólgin í að sveiflast tilfinningalega eftir tilfinningum, skapi eða gjörðum annarra. Ó nei.

Ég hef ekki lesið þessa bók og get því ekki vitnað í hana beint. Það eina sem ég hef séð vitnað í hana er hér. Þetta brot, að maðurinn skuli tipla á eftir konunni, tilbúinn með krítarkortið, segir mér að maðurinn skuli ekki síður vera meðvirkur. Kannski hann eigi líka að brosa á réttan hátt og á rétturm augnablikum og hlægja þegar það á við.

Ekki gæfulegt samband það. Samband gegnsýrt af meðvirkni, á báða bóga. Er það hamingja, Þorgrímur?


mbl.is Karlmenn læra um konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

Æji, svona bækur sem falla myndu orðið skilgreininguna "sjálfshjálpabækur" eru meira og minna crap.

Hvernig ætlar einhver manneskja að fara lifa eftir einhverjum orðum í bók? 

Ef bara lífið væri svo einfalt... þá væri heimurinn líklega örlítið betri. 

Ég hef ekki lesið þessa bók heldur, en oft heyrt um hana og vitnað í hana og langar mig yfirleitt til að æla yfir því. Svona bækur eiga það nefnilega til að vera sterelíseraðar. 

Hvað er hamingja anyways? Er hún ekki bara það sem maður vill að hún sé? Í það minnsta held ég að hún sé ekki eitthvað sem maður finnur í bókum eða ákveðnum lífsmunstrum... því eins og C.P Snow sagði "The pursuit of happiness is a most ridiculous phrase; if you pursue happiness you'll never find it"

Held að það sé nokkuð mikill sannleikur í því... 

Das Happyguru checks out!

Signý, 31.7.2008 kl. 22:21

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nákvæmlega Signý. eins og maður vill að hún er og það er undir manni sjálfum komið að vera hamingjusamur eða ekki. hvorki makanum né öðrum.

Brjánn Guðjónsson, 31.7.2008 kl. 22:31

3 identicon

Hef lesið bókina og var það hin besta skemmtun, við lásum hana saman ég og minn misjafnlega elskaði, höfðum gaman af :)

Var þetta ekki annars gamansaga og til þess gert að fá fólk til að hlægja saman?

Hef að vísu aðeins reynt að fá minn mann í að elta mig með kortið, en það kostar og er þá kallað eitthvað annað............sem er reyndar í lagi svo framarlega að þriðji aðili græði ekki á því hmmm..........

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 23:07

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Arg, les einhver vitleysuna úr ÞÞ?

Ég ætla að vona að það séu ekki margir.

Arg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.7.2008 kl. 23:25

5 identicon

Það er engin leið að hamingjunni, hamingjan er leiðin. Fólk er alltaf að leita að leið til að verða hamingjusamur, Þegar ég grennist verð ég hamingjusamur, þegar ég finn konu/ mann verð ég hamingjusöm/ samur, þegar ég er búin með skólann verð ég hamingjusamur. Þegar ég eignast börn verð ég hamingjusamur.

Held að hamingjan sé fólgin í jákvæðu viðhorfi, kærleik og innri ró.

Þegar fólk hættir að eltast við allt og þarf að öðlast allt í staðin fyrir að staldra við og lifa í núinu. Vera þakklát/ur fyrir allt það sem maður á og hefur og skoða allt það litla sem maður tekur ekki eftir því að við erum svo gjörn á að vera upptekin af eigin rassi, gremju og óhamingju,

Með því að læra að slaka á, opna augun og upplifa lífið.

Þá verður maður hamingjusamur. En maður verður að minna sig á þetta öðru hverju.

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 00:07

6 identicon

úff skrifað í hraði, vona að þú getir lesið út úr þessu elskulegur. Knús á þig kall, og gakktu hægt um gleðinnar dyr :) ehhe

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 00:09

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

sammála þér Ingunn. hamingjan er ekki takmark heldur leiðin að því.

sorglegt hve margir eru of uppteknir við að plana morgundaginn og njóta ekki dagsins í dag. svo þegar morgundagurinn kemur, er farið að plana næsta dag og koll af kolli.

lifa heldur í núinu og njóta hverrar líðandi stundar

Brjánn Guðjónsson, 1.8.2008 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband