Fimmtudagur, 2. október 2008
Mál að laga bindin
Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri, hittu Geir Haarde forsætisráðherra í stjórnarráðinu í gærkvöld.
Heimildir herma að Geir hafi viljað fá álit þeirra á því fárviðri sem ríkir í efnahagslífinu. Því hafi verið haldið fram að Kaupþing standi þokkalega og því sé ekki úr vegi að leita skýringu þess, sem gæti gagnast hinum bönkunum.
Þeir félagar, Hreiðar og Sigurður, vildu lítið láta hafa eftir sér. Þó sagði Hreiðar við blaðamann Í storminum fjúka bindin. Þá verða menn að hagræða þeim að nýju.
Eins og allir vita er það lykilatriði, ætli menn að stunda ágóðasöm viðskipti, að klæðast bindum. Þau þurfa jafnframt að vera elegant.
Kaupþingsstjórar í stjórnarráðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef aldrei skilið tilgang binda...
Signý, 2.10.2008 kl. 16:32
ekki ég heldur, en mig grunar að þau hafi þann tilgang að hylja sósubletti
Brjánn Guðjónsson, 2.10.2008 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.