Hvað verður um Séð & Heyrt?

Undanfarin ár hefur ákveðinn hópur fólks stundað fjárhagslegt stóðlífi. Látið berast á um allar trissur. Haldið hverja stórveisluna af annarri, með eða án heimsfrægra stórstjarna. Mokað stjarnfræðilegum fjárupphæðum úr einum vasa í annan og makað með því krók sinn. Eitt er það sem einkennir þennan hóp fólks er að vera reglulegt umfjöllunarefni fjölmiðla. Sumir fjölmiðlar halda einungis úti einni síðu eða svo fyrir slíkt „fréttaefni“ á meðan önnur byggja afkomu sína alfarið á innihaldslausum fréttum af ríka og fræga fólkinu. Fréttum fyrir okkur alþýðuna sem eigum okkur ekki líf og þurfum á slúðrinu að halda til að hafa einhvern tilgang í tilverunni.

Nú eru tímamót á Íslandi. Margt þessa ríka fólks er e.t.v. ekki ríkt lengur. Næstu afmælisveislur verða haldnar með kaffi og kleinum eingöngu, í Breiðfirðingabúð. Vitanlega eru þeir enn til, sem náð hafa frægð fyrir það eitt að vera frægir. Eru þeir nógu margir til að tryggja rekstur slúðurblaða? Hvað verður um slúðurblöðin þegar allir hinir nýríku eru orðir jafn óbreyttir plebbar og við hin? Hvað verður um Séð & Heyrt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband