Þriðjudagur, 14. október 2008
Synfónían þjóðnýtt og aflýsir Asíuferð
Bergmálstíðindi hafa fyrir því öruggar heimildir að Synfóníuhljómsveit Íslands hafi verið að miklu leiti þjóðnýtt. Reyndar hefur hljómsveitin alla tíð verið samgróin ríkisspenanum, en hefur þó hingað til notið ákveðins sjálfstæðis.
Leifur Hallsson, velgjörðarmaður Synfóníunnar, segir að hljómsveitin hafi hingað til haft starfsmannamál í eigin hendi, sem og hvaða verk séu tekin fyrir. Hann vildi sem minnst segja um hvort og þá hvað hafi breyst.
Heimildir Bergmálstíðinda herma að um liðna helgi hafi ríkisstjórn Íslands sett hljómsveitina undir menningarlega skilanefnd. Hafi hljómsveitinni þegar verið settar skorður varðandi notkun ferundar- og sjöundahljóma og svörtu nótnanna eins og heimildamaður orðar það. Eins hafi F-dúr verið afskrifaður með öllu. Óbó hljómsveitarinnar hafi verið seld upp í skuldir og um leið flestum óbóleikurum verið sagt upp. Aðeins einn þeirra mun starfa áfram, en færa sig yfir á þríhorn.
Hljómsveitin mun hafa aflýst Asíuferðinni Synfó Asian Tour sem átti að hefjast um áramót. Ástæða þess mun vera sú að til hafi staðið að taka fyrir verk Asísku meistaranna, Yakomoto og Ling Ping. Þeir munu hinsvegar hafa samið flest sín verk á svörtu nóturnar og því muni hljómsveitin ekki getað flutt þau.
Vilja ekki íslensku sinfóníuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.