Þriðjudagur, 14. október 2008
Jafnaðarmennska ríkisstjórnarinnar
Ríkisstjórn Íslands hefur beint þeim tilmælum að skuldarar myntkörfulána fái greiðslustöðvun, sérstaklega vegna húsnæðislána en þó ekki eingöngu. Flokksgæðingar og góðir vinir fái einnig frystingu á jeppalánum sínum. Hinsvegar skuli aumingjarnir sem skulda hefðbundin verðtryggð lán halda áfram að borga.
Samkvæmt yfirlýsingu mun ástæða frystingarinnar vera tvíþætt. Í fyrsta lagi til að koma í veg fyrir greiðsluerfiðleika. Á hinn bóginn að veita skuldurum aukið svigrúm til að halda áfram og/eða auka neyslu, til að halda þannig uppi og/eða auka verðbólgu svo hinir minna metandi verðtryggu ræflarnir fái nú líka eitthvað til að vera andvaka yfir.
Þetta mun vera útfærsla ríkisstjórnarinnar á jafnaðarmennsku, segir í tilkynningu.
Afborganir verði frystar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.