Verður mermite bannað á Íslandi?

Fregnir herma að sendinefnd Englandsdrottningar muni vera á leið sinni til Íslands. Embætti íslenska konungsembættisins hefur ekkert vilja segja um málið. Samkvæmt öruggum heimildum er um að ræða að enskir vilji að í skiptum fyrir fisk, kaupi Íslendingar breskt mermite.

Mermite mun vera sá mesti hroðbjóður er uppi hefur verið fundinn. Má í því tilefni geta að mermite var notað við pyntingar á þýskum njósnurum, af MI5, á stríðsárunum.

Heimildir herma að sinnepsgas og cyclon B séu kisulingar í samanburði við mermite.

 

og vitanlega, eins og almennilegum fjölmiðli sæmir, hefur fyrirsögnin litla skírskotun í efni fréttarinar.

 

Undirritað af Andeby Titende bladskonsul.

Joakim von And


mbl.is Bresk nefnd aftur til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thee

KGB notaði á sínum tíma íslenska gaffalbita við yfirheyrslur. Þannig að við erum ekki vopnlausir.

Thee, 21.10.2008 kl. 20:46

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þú getur bætt HP sósu við mermitið... ekert skárri! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.10.2008 kl. 21:11

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

mermite er sá mesti viðbjóður sem upp hefur verið fundinn og hverjir fundu það upp? Tjallarnir?

Brjánn Guðjónsson, 21.10.2008 kl. 21:33

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

gaffalbitarnir eru veisla hliðana á mermite

Brjánn Guðjónsson, 21.10.2008 kl. 21:34

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Veðja á HPið líka.  Ógeð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2008 kl. 22:35

6 Smámynd: Thee

HP sósa, er það einhver tölvusósa?

Thee, 21.10.2008 kl. 23:44

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þið eruð bara í tjikkensöffi. hafið aldrei smakkað Mermite. Þan  almesta viðbjóð er  Bretlandseyjar hafa upp á að bjóða. Slær algerlega út breska morgunmatinn.

Brjánn Guðjónsson, 21.10.2008 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband