Davíð á Veðurstofuna!

Í fyrrakvöld skoðaði ég spá Veðurstofunnar fyrir næstu daga. Samkvæmt henni þá, átti að snjóa eitthvað norðan- og austanlands en engin snjókorn sýnd á suðvesturhorninu. Ég hafði hugsað mér að skipta yfir á vetrardekkin áður en snjóaði að nýju og sleppa við langar biðraðir. Planið var að gera það seinni partinn í dag.

En, nei nei. Blasti ekki við manni alhvít jörð í morgun. Það var þá ekki annað að gera en hefja daginn á dekkjaverkstæði, með tilheyrandi bið.

Mér varð á orði við vinnufélaga, í fjaskasti, að Veðurstofan gæti ekki spáð einn og hálfan dag fram í tímann. Sama var uppi á teningnum um daginn, þegar fyrirvaralaust kyngdi niður snjó meðan forsætisráðherra hélt stefnuræðu sína.

Ég sagði að Davíð hefði frekar átt að leggja niður Veðurstofuna en Þjóðhagsstofnun. Þjóðhagsstofnun hefði líklega getað átt þátt í að koma í veg fyrir að efnahagsástandið þróaðist eins og raun ber vitni. Hinsvegar sé Veðurstofan vita gagnslaus.

Eftir þetta fjas mitt kom félagi minn hinsvegar með frábæra lausn. Lausn fyrir Veðurstofuna, en ekki síður fyrir ástandið í þjóðfélaginu.

Gera þarf Davíð Oddsson að Veðurstofustjóra.

Með þeim gjörningi mætti ekki bara taka til í Seðlabankanum, heldur fengjum við mann á Veðurstofuna sem gæti tryggt okkur betra veðurfar. Það var nú hann sem fann upp góðærið, var það ekki?

15,5°C stýrihitastig ásamt afnámi vindskyldunnar myndi gerbreyta öllum aðstæðum hér. Ég gæti þá látið gamla drauminn rætast, að gerast kókoshnetubóndi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thee

Kúl. Davíð gæti þá lagt heilu og hálfu heimsálfurnar í rúst með vel völdum orðum í Kastljósi.

Thee, 22.10.2008 kl. 13:21

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já, hann getur enn toppað sig

Brjánn Guðjónsson, 22.10.2008 kl. 13:23

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Æ nei.  Þá verður bara gott veður hjá fáum útvöldum.

Anna Einarsdóttir, 22.10.2008 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband