Auðvitað ber Geir enga ábyrgð

Vitanlega er ekki tími til að boða til kosninga. Sauðsvört og nautheimsk alþýðan myndi fara úr límingunum við það.

Hvernig ber að skilja svar forsætisráðherra öðruvísi.

Hann ber auðvitað ekki nokkra ábyrgð. Reyndar hefur hann verið forsætisráðherra undanfarið eitt og hálft árið. Þar áður fjármálaráðherra til guðmávita hve margra ára.

Hann ber enga ábyrgð.

Eða stýrivaxtagaurinn á Svörtuloftum, sem skóp umhverfið er olli þessu.

Hann ber enga ábyrgð.

Enginn ber ábyrgð. Þannig er það á Íslandi.

Það er svona þegar kerfið er á þann veg sem það er, að þeir sem ráða eru í þeirri stöðu að geta ákveðið sjálfir hvort þeir reki starfsmenn sína eða ekki. Starfsmenn sem eru þeir sjálfir.

Að vera báðum megin borðsins er yndislegt. Ég elska spillinguna þegar hún er lögboðin. Vonandi fáum við að halda í sömu ráðamenn þar til við lifum öll í tjöldum.


mbl.is Ekki rétt að boða til kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nú verðum við að breyta orðalaginu og nota tungumálið. Ekki segja lengur: "Þannig er það á Íslandi". Það viðheldur status quo.

Við verðum að breyta tungutakinu og segja: "Þannig á það EKKI að vera á Íslandi" og ala upp kynslóðir sem tekur ábyrgðarleysi stjórnvalda ekki sem óbreytanlegri stærð eins og eldri kynslóðirnar gera.

Byrjum á börnunum okkar strax! Kennum þeim að þetta sé rangt og að það eigi að vera sjálfsagt mál að stjórnvöld axli ábyrgð og ráðherrar eða embættismenn sem hafa brotið af sér eða gert meiriháttar mistök í starfi segi af sér.

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.10.2008 kl. 09:43

2 Smámynd: Himmalingur

Efast stórlega að það verði svo gott að við verðum í tjöldum! Sé frekar fyrir mér hellamenningu!

Himmalingur, 23.10.2008 kl. 19:45

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þá ætla ég að syngja;  Í helli mínum geymi ég gullið.... sem gríp ég höndum tveim....svo fæ ég vexti... og vaxtavexti.... og vexti líka af þeim. 

Anna Einarsdóttir, 23.10.2008 kl. 23:24

4 Smámynd: Tiger

 Æi, ég er nú líka frekar ábyrgðarlaus dúddi. Vil t.d. ekki bera ábyrgðina á því að ég er sammála Láru Hönnu - byrja strax að kenna börnunum okkar hvað sé rangt og hvað rétt nú orðið.

Ber heldur enga ábyrgð á þeim knúsum og kreistum sem ég ætla hér með að henda uppá þig ljúfi boxer, en kasta því samt á þig!

Tiger, 23.10.2008 kl. 23:30

5 Smámynd: Thee

Ertu kominn með ritstíflu??

Thee, 24.10.2008 kl. 10:22

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nei, bara ristilstíflu. þar sem besti staður og bestu stundir til bloggunar eru yfir páfaskákinni, þá kemur það út sem ritstífla

Brjánn Guðjónsson, 24.10.2008 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband