Hugleiðing um fyrirtæki, stjórnmál, tilgang og markmið

Mér finnst að mörgu leiti mega líkja þjóðfélagi við stórt fyrirtæki.

Ég er ekki að fara inn á HHG brautina!

Þjóðfélag er í raun stórt fyrirtæki þar sem þeir sem þar starfa eiga það og þeir sem eiga það starfa þar. Starfsemi félagsins er aðallega tvenn. Verslun og þjónusta.

Það rekur margvíslega þjónustu við starfsmenn sína og á viðskipti við starfsmenn og önnur fyrirtæki.

Fyrirtækið hefur tilgang og markmið. Þessu tvennu hafa sumir viljað ruglast á og/eða blanda saman.

Tilgangur félagsins er að veita starfsmönnum sínum sem besta þjónustu og starfsskilyrði.

Markmið félagsins er að bæta skilyrðin og þjónustuna.

Markmiðið er semsagt að efla tilganginn. Til að svo megi vera þarf fyrirtækið að hagnast. Hagnaðinn á síðan nota til að efla tilganginn.

Þeir sem hér hafa stjórnað hafa gjarnan ruglað saman markmiðinu og tilgangnum, eða a.m.k. hlustað á menn sem gera það.

Sumir menn hafa nefnilega talið að tilgangurinn sé að hagnast. Þá vill hinn raunverulegi tilgangur, þjónustan og starfsskilyrðin, gleymast.

...

Í Stórum fyrirtækjum, þar sem eigendurnir eru fjölmargir, er sá háttur hafður á að eigendur þess koma reglulega saman og velja þá menn sem stjórna skulu fyrirtækinu. Þeir sem fyrir valinu verða kallast stjórn fyrirtækisins. Stjórnin ákvarðar stefnu fyrirtækisins. Stjórnin ræður síðan aðra til að framkvæma það sem þarf, til að framfylgja megi hinni ákvörðuðu stefnu. Séu þeir sem eiga að framkvæma ekki að standa sig í starfi, getur stjórnin vikið þeim frá og ráðið nýtt fólk. Á sama hátt geta eigendurnir knúið fram fund til að velja nýja stjórn.

Þetta er ekki ósvipað í þjóðfélagi. Þó ekki alveg. Eigendurnir eru fólkið í landinu. Með reglulegu millibili velja þeir sér fulltrúa í stjórn. Stjórnin kallast þing. Eftir þetta eru völdin hinsvegar úr höndum eigendanna.

Eftir að stjórnin, þingið, hefur verið valið draga menn sig saman í fylkingar. Sú stærri ræður sjálfa sig til að framkvæma stefnu fyrirtækisins, sem að auki er aðallega mörkuð af stærri fylkingunni án mikils samráðs við hina smærri.

Stjórnendur fyrirtækisins kallast ráðherrar. Framkvæmdastjórinn kallast forsætisráðherra. Fjármálastjórinn kallast fjármálaráðherra og svo mætti áfram telja.

Séu ráðherrarnir ekki að standa sig í starfi hefur stjórn þess, þingið, vald samkvæmt lögum fyrirtækisins til að víkja umræddum aðila með að lýsa hann vantraustan. Þar sem stjórnin hefur hinsvegar dregið sig í fylkingar og sömu menn þeirrar stærri eru hinir sömu og á að reka, gerist það aldrei í raun. Eigendur hafa enga leið til að knýja fram fund til að velja sér nýja stjórn. Einungis stjórnin sjálf hefur til þess vald.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt Krulli, talað úr mínu hjarta.

dr. Eiður Kristmannsson, cand.allt (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband