Lógík tekin á Svörtuloft

Á eftir degi kemur nótt og svo aftur dagur.
Á eftir fullu tungli, minnkar það og stækkar svo aftur.
Á eftir sumri kemur vetur og svo aftur sumar.

On and on and on and on...

Á eftir lífi kemur dauði og svo...nei sumir halda að það gegni öðrum lögmálum. Ekki meira um það.

Sko, ég er enginn hagfræðingur, eða fjálmálaspekúlant, en það mín skoðun að flest í tilverunni lúti sömu lögmálum. Líka fjármál.

Ég hef reyndar aldrei botnað í þegar menn tala um efnahagsstefnu, fjálmálastefnu og peningastefnu eins og það séu epli, appelsínur og bananar.

Fyrir mér er þetta allt sama tóbakið. Minn efnahagur er geirnegldur mínum fjármálum. Fjálmálin svo aftur ekkert nema peningamál.

Ég hef verið að velta fyrir mér stýravaxtaveseninu á Svörtuloftum. Hvað það þýði, fyrir Jón og Gunnu, að Svörtuloftagreifarnir hækki eða lækki stýrivexti.

Allir vita að á Svörtuloftum hafa menn verið haldnir óseðjanlegri stýrivaxtagreddu í mörg ár.

Lengi vel voru rökin þau að háir stýrivextir ættu að slá á þenslu.

Nú, þegar engin er þenslan heldur alveg í hina áttina, kreppa, hækka menn samt stýrivextina.

Er furða að maður spyrji sig?

Eins og áður kom fram er ég enginn peningapúki. Þekki vart krónur frá aurum.

Ég er afdankaður rafeindavirki og þekki ýmislegt þaðan. Allt á sér rökréttar forsendur. Kynntist Boolean algebru þar...lógík.

Ég er einnig tölvunarfræðingur og rafeindafræðin kemur sterkt inn þar, enda snýst forritun fyrst of fremst um lógík.

En nóg um æfi mína og fyrri störf. Mig langar að skoða stýrivaxtastefnu Svörtulofta í lógísku samhengi.

Þeir sem þekkja rafeindafræðin kannast við positive/negative feedback. Fyrir hina, þá þýðir það í hvernig hlutfalli útgangsmerki leggst við inngangsmerki.

Ég ætla ekki að fara að þýða orðið feedback svo ég nota það beint.

Í rafrásum þar sem jafnvægi er krafist (mögnunarrásum) er notað svokallað neikvætt feedback, til að koma í veg fyrir að rásin fari í mettun, þ.e að mögnunarstigið haldist í jafnvægi. Það er gert með að taka ákveðið hlutfall af útgangsmerkinu er sett inn á inntakið í mótfasa, til að vinna gegn inntaksmerkinu.

Ok, ég ætlast ekki til að neinn skilji hvað ég er að rausa, en svona er það samt.

Að sama skapi er hætt við að rás sem ekki fær nægilegt neitkvætt feedback, hvað þá hún fær jákvætt feedback, fari í mettun.

Ef við yfirfærum nokkur hugtök. Mettun myndi merkja, í samfélgslegum skilningi, hrun eða upplausn.

Því miður virðist allt hér stefna í mettun. Hjálpi oss heilagur frá því. Ég setti niður ákvarðanir og afleiðingar, á góðæris sem og krepputímum. Framsetningin er óformleg. Ég hefði getað sett þetta fram sem forritskóða eða BNF (Backus Naur Form), en þar sem ég vildi hafa þetta á skiljanlegu formi fyrir alþýðuna, er þetta á þessa leið:

 

Í góðærinu, til að draga úr þenslu...

A. Svörtuloft kusu þessa leið:
1: Hækka stýrivexti, til að hvetja til sparnaðar þar sem innlánsvextir hækka
2: Laða þannig að erlendan gjaldeyri, þar sem menn kaupi íslenskar krónur fyrir erlendan gjaldeyri
3: Aukin eftirspurn eftir krónum styrkir gengi hennar
4: Sterkara gengi krónunnar lækkar verð á innfluttum vörum og eykur jafnframt viðskiptahalla
5: Sterkara gengi dregur úr hagnaði útflytjenda, í krónum
6: Ef útflutningstekjur <= 0 (með atvinnuleysi) -> upplausnarástand!
7: Lækkað verð innfluttra vara eykur kaupmátt og hvetur til aukinnar eyðslu
8: Meiri eyðsla -> fara í skref 1

Skref 6 skilaði aldrei upplausnarástandi, svo allt var í gúddí, en skref 8 vísaði alltaf á skref 1. = Positive feedback

Dabbi & Co hækuðu stýrivexti aftur og aftur.

B. Aðrir kusu þessa leið:
1: Lækka stýrivexti, til að draga úr eftirspurn eftir krónum
2: Minni hvatning til sparnaðar
3: Minni eftirspurn eftir krónum veikir gengi hennar
4: Veikara gengi krónunnar hækkar verð á innfluttum vörum og dregur jafnframt úr viðskiptahalla
5: Veikara gengi eykur hagnað útflytjenda, í krónum
7: Hækkað verð innfluttra vara minnkar kaupmátt og dregur úr eyðslu
8: Þennsla hefur minnkað, ef nægilega lítil -> hætta, annars -> fara í skref 1

Kom aldrei til Hér hefði alltaf verið hægt að hætta ítruninni (þensla of mikil), á einhverjum tímapunkti og þá hægt að skipuleggja næsta plan.

 

Í kreppunni til að bjarka ónýtri krónu og halda gjaldeyrisflæðinu gangandi...

C. Svörtuloft kusu þessa leið:
1: Hækka stýrivexti og laða þannig að erlendan gjaldeyri, þar sem menn kaupi íslenskar krónur fyrir erlendan gjaldeyri
2: Útlánsvextir hækka og verð innfluttra vara hækkar
3: Neysluverðsvísitala hækkar, sem aftur hækkar verðbólgu
4: Kaupmáttur minnkar á sama tíma og almenningur þarf að greiða skuldir hærra verði
5: Ef ráðstöfunarfé almennings <= 0 -> upplausnarástand!
6: Enginn treystir krónunni og kaupir hana því ekki. þeir sem eiga krónur reyna hvað þeir geta að losa sig við þær áður en þær lækka meira
7: Minnkanndi eftirspurn eftir krónum (aukinn flótti frá henni) lækkar gengi hennar
8: Lækkun gengis -> fara í skref 1

Skref 5 er að skila upplausnarástandi. Hvar er GazMan? = Positive feedbac

D. Aðrir kusu þessa leipð:
1: Lækka stýrivexti og draga þar með úr útlánsvaxtahækkunum
2: Útlánsvextir lækka og ráðstöfunarfé almennings eykst. Vegur til aukningar kaupmáttar.
3: Verð innfluttra vara hækkar
4: Neysluverðsvísitala hækkar, sem aftur hækkar verðbólgu
5: Dregur úr neyslu og útflæði gjaldeyris.
6: Íslensk vara verður samkeppnishæfari með lægra gengi. meira selt en keypt eykur á gjaldeyris-innflæði gagnvart útflæði
7: Gjaldeyrissjóðurinn styrkist
8: Ríkissjóður fær auknar skatttekjur og getur minnkað skuldir sínar
9: Trú á krónunni eykst
10: Kaup á krónu aukast og hún styrkist
11: Kaupmáttur eykst
12: Aukist þensla um of -> hætta

Þarna leitar eitthvað jafnvægis Ég get borgað lánin mín og þú líka!

Ef ítrun þessarar lykkju er krafist geta menn prófað að hækka stýrivexti, samkvæmt liði B.

 

er ég bara fífl að kjósa liði B og D?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er magnað, besta framsetning sem ég hef séð á þessari ósýnilegu hringekju. Og ég held að þú sért síður en svo fífl að kjósa liði B og D, en værir það klárlega ef þú kysir liðin með B og D á kjörseðlinum.

Gestur H (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 23:53

2 Smámynd: Thee

Þetta lítur vel út en hagfræði er ekki vísindi því miður. Það er svo mikið af huglægum/ósýnilegum breytum inn í samfélaginu sem geta haft áhrif á jöfnuna. Hagfræði er meira svona: 2+2=6 og líka 2+2=-8.

Thee, 7.11.2008 kl. 09:14

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

rétt að liðir B og D á kjörseðlinum eru aðeins hafðir þar fyrir fíflin.

Brjánn Guðjónsson, 7.11.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband