Fyrirstaðan brostin. Ísland í €vrópusambandið?

Þau merku tíðindi berast nú um heimsbyggðina að Evrópusambandið hafi aflétt umdeildu banni á afskræmdu grænmeti. Eins og flestir vita hefur bannið fyrst og fremst staðið í vegi fyrir inngöngu Íslands í Sambandið. Helst hafa Bændaflokkur Íslands og Kommúnistaflokkurinn staðið gegn inngöngu Íslands meðan bannið hefur gilt.

Talsmenn Kommúnista segja af og frá að gangast undir slíkt bann. Slíkt hefði gengið af íslenskum samyrkjubúskap dauðum.

Talsmenn bænda segja ömögulegt fyrir íslenska bændur að hlíta slíku banni, enda íslenskt grænmeti tiltölulega pervisið og afskræmt. Því beri að fagna afléttingu bannsins og þú fyrst séu bændur til viðræðu um hugsanlega inngöngu í Sambandið.

Kommúnistar segja hinsvegar afléttingu bannsins engu skipta. Þeir séu á móti aðild, sama hvað.

Annar helmingur ríkisstjórnarinnar mun þegar hafa hafist handa við undirbúning aðildarviðræðna.


mbl.is Aflétta banni við bognum gúrkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thee

Allir vita að bognar gúrkur eru betri en beinar gúrkur. Er komin gúrkutíð?

Thee, 17.11.2008 kl. 13:31

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

bognir tómatar eru betri

Brjánn Guðjónsson, 17.11.2008 kl. 14:07

3 Smámynd: Thee

Er þetta ekki bara bull.
Eigum við bara ekki að taka strákana og fara til Norge?

Thee, 17.11.2008 kl. 14:57

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég er ekki viss um að norska grænmetið sé betra en það íslenska

Brjánn Guðjónsson, 17.11.2008 kl. 15:48

5 identicon

ÞAð er sko komin gúrgutíð þegar Brjánn skrifar ekki rétt.

Brjánn lestu þetta aftur yfir       "bannsins og þú fyrst séu bændur til viðræðu um hugsanlega inngöngu í Sambandið." 

steini tuð (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 18:23

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já, þetta er einsdæmi. heilt 'ú' í staðinn fyrir 'á'

ég ætla að láta innsláttarvilluna halda sér, svo sagnfræðingar framtíðarinnar hafi eitthvað um mig að segja.

Brjánn Guðjónsson, 17.11.2008 kl. 20:24

7 identicon

Ég er sammála því Brjánn að þetta eigi að standa.  í mínu tilfell væri það sagnfræðilegt undur af að væri ekki svona villa og margar aðrar í þessum texta. 

Steini tuð (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband