Fimmtudagur, 18. desember 2008
Ásdís Rán er til
Mikið er ég feginn, á þessum morgni sem hefur farið heldur hægt af stað. Á rangli mínu um vefinn rakst ég á fyrirsögn fréttar mbl.is, Varir Ásdísar Ránar eru á allra vörum.
Hmmm, kossaflens í gangi? Hugsaði ég og ákvað að skoða fréttina.
Það var víst verið að tala um að þjóðin talaði nú ekki um annað en téðar varir, eftir að einhver sjónvarpsþáttur var sýndur.
Líklega er ég bara svona afdankaður og utan við mig. Ég hef bara ekki heyrt bofs um þessar varir. Hef engan heyrt tala um þetta. Hvorki í vinnunni né annars staðar. Vitanlega sá ég ekki þennan þátt. Ég horfi helst ekki á sjónvarp.
Auðvitað er þetta aðeins vegna þess hve mikill afdalamaður ég er og fylgist ekki með meinstrím-menningunni.
Þó er ég afar þakklátur mbl.is og Ásdísi sjálfri, fyrir að minna mig á að hún er til.
Varir Ásdísar Ránar eru á allra vörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætli þetta séu ekki öfundsjúkar húsmæður sem búa með gróu á leyti.
Ótrúlegt.
ThoR-E, 18.12.2008 kl. 12:03
Gat nú verið að þessu væri klesst á saklausar húsmæður.
Ásdís er varamaður, þannig er það bara.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.12.2008 kl. 12:08
Heheh.. nei ok kannski ekki húsmður per se...
En augljóslega einhverjar barnalandskonur sem eru svakalega spældar yfir því að Ásdísi gengur vel og lítur vel út.
Grátbrosleg hegðun.
ThoR-E, 18.12.2008 kl. 12:12
Ætli þetta verði varanlegt?
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 18.12.2008 kl. 14:10
Á vörum má land byggja, eða þannig. Ég sé svosem ekkert athugavert við það að svona Séð og Heyrt týpa láti bæta í varir og svoleiðis. Er það ekki bara afskaplega útreiknanlegt eitthvað? Það sem að fær mig til að brosa í annað er 1) útskýring gyðjunnar á þessum snöggu ofurbreytingum á vörum sínum, og 2) að hún skuli halda að allir séu að tala um sig. Svolítið sjálfhverft, en ok hún stefnir hátt.
Ace, ég er ekki öfundsjúk húsmóðir eða barnalandskona (hvað sem það nú er). En þegar Séð og Heyrt týpur halda því fram að það séu allir að tala um sig, er þá ekki í lagi að maður geri það? Það var hún sem að kom þessu á framfæri og benti á að hún væri á vörum allra. Þeas, varirnar á henni
Lind (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 20:02
Ekki hafa varir Ásdísar verið á mínum vörum. Ég hefði nú orðið var við það. Síðan minni ég á að svona kynþokki varir ekki lengi.
Theódór Norðkvist, 18.12.2008 kl. 20:31
Það er ekkert að því að hana til vara ef annað bregst.
Thee, 18.12.2008 kl. 21:13
Er maður hennar & eigandi ekki eiginlega meiri 'varamaður' en hún ?
Steingrímur Helgason, 19.12.2008 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.