Fótanuddtæki hljóta uppreist æru

Vegna bilana á vesturlínu, aðalorkuflutningslínu Landsnets til vestfjarða, hefur þurft að grípa til skömmtunar raforku á vestfjörðum.

Skömmtunin er þannig framkvæmd að í stað þess að allir fái sín 220 volt tvo tíma í senn og ekkert rafmagn í aðra tvo tíma, var brugðið á það ráð að beyta heldur svokallaðri 110 volta takmörkun.

Enginn þarf því að búast við rafmagnsleysi, heldur einungis rafmagnstakmörkun. Allir munu hafa aðgang að 110 volta spennu yfir helgina.

Þetta hefur þótt tilefni til að sækja amerísk fótanuddtæki úr geymslum og koma í gagnið.


mbl.is Rafmagn skammtað á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband