Bankið laust á gleðinnar dyr

Fékk góðan vin minn í heimsókn í gær. Eftir gott spjall ákváðum við að kanna statusinn í bænum. Ákváðum að heilsa upp á vin okkar sem býr nálægt miðbænum.

Læddumst að húsi hans. Sáum inn um gluggann hvar hann sat við eldhúsborðið og las.

Komum að dyrunum og bönkuðum hressilega. Hurðin er með frönskum gluggum. Einföldum. Ekki tókst betur en svo að mér tókst að mölva rúðuna sem ég bankaði á. Guði sé lof, já og Ésú, páfanum og biskupnum, að hann hafði sett öryggisfilmu á gluggana. Annars væri ég stórslasaður og hann líklega einnig.

Vitanlega baðst ég afsökunar á ódæðinu og sagðist skyldu gjalda fyrir. Týpískt fyrir þennan vin minn að segja að ég eigi ekki að borga neitt. Hann hafi lengi ætlað að endurnýja þessa hurð og nú væri tíminn til að gera það.

Hann áskildi sér þó rétt á að koma í kaffi og fá að mölva svona eins og einn bolla.

Stend nú í ströngu við að líma öryggisfilmu á bollastellið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það margborgar sig að eiga enga vini.  Spáðu bara í jólakortasparnaðinn fyrir nú utan svona uppákomur !

Anna Einarsdóttir, 25.1.2009 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband