Núll prósent líkur

Veit reyndar ekki hvort núll prósent líkur séu á ađ Davíđ hćtti „sjálfviljugur“ eđa láti henda sér út. Ekki veit ég heldur hvađ bréf hinna tveggja stjóranna innihéldu.

Umskipti í bankanum hafa međ traust samfélagsins og ekki síđur alţjóđasamfélagsins á honum ađ gera. Hefur ekkert međ persónur Davíđs, Eiríks eđa Ingimundar ađ gera. Ţótt ţeir vćru Gísli, Eiríkur og Helgi, ţyrfti ađ skipta ţeim út.

En aftur ađ núll prósent líkunum.

Ef Davíđ Oddson hefur veriđ svona sannfćrđur snemmsumars 2008 um ađ bankarnir fćru á hausinn. Ađ núll prósent líkur vćru á ađ ţeir lifđu af, eins og hann sagđi. Hví samţykkti hann ţá, ásamt međstjórnendum sínum, ađ lána Kaupţingi 200.000.000.000, tvö hundruđ ţúsund milljónir, korteri áđur en sá banki var ríkisvćddur ţegar ljóst ţótti ađ Kaupţing fćri í ţrot? Ţegar vitađ var, samkvćmt hans orđum, ađ peningarnir vćru settir í hít.

Getur einhver svarađ mér ţví?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... ţađ er erfitt ađ setja sig inn í hugsunarhátt Davíđs Oddsonar... en ćtli óeirđalögreglan verđi send inn í bankann ađ ná í hann ef hann fer ekki sjálfur? ţađ vćri fyndiđ...

Brattur, 7.2.2009 kl. 09:48

2 Smámynd: Brjánn Guđjónsson

ćtli verđi ekki fariđ vćgar í hlutina. skipt um skrár eđa ađgangskóđa. svo er líka vörđur í anddyrirnu sem ţarf ađ hleypa fólki inn. hann verđur endurforritađur.

Brjánn Guđjónsson, 7.2.2009 kl. 15:48

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband