Samgönguráðherrar

Það var löngum sagt, í gamla daga, að utanríkisráðherrar mættu alls ekki koma úr röðum Alþýðubandalagsins. Það væri og hættulegt (!).

Á sama hátt virðist vera óskrifuð lög að samgönguráðherrar megi alls ekki koma úr röðum höfuðborgarbúa.

Leiðréttið mig, fari ég rangt með, en ég man ekki eftir reykvískum samgönguráðherra. Er ég þó orðinn vel hálfnaður í gamalmennaflokkinn.

Sturla Böðvarsson var samgönguráðherra. Nú gegnir því embætti Kristján malari. Báðir utan að landi.

Áður hafa setið í sama stóli, snillingar (!) eins og Halldór Blöndal.

Allt landsbyggðarþingmenn.

Enda jarðgöng í útnárum ævinlega sett í forgang, meðan þjóðþrifaverk eins og Sundabraut fá að reka á reiðanum.


mbl.is Sturla og Herdís hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Sturla minnir mig alltaf á Clusou

Siggi Lee Lewis, 7.2.2009 kl. 20:00

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

kannski jafn klaufalegur, en Clusou var fyndnari

Brjánn Guðjónsson, 7.2.2009 kl. 20:05

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

er það samgönguráðherrum að kenna að Reykvíkingar geta ekki með nokkru móti komið sér saman um hvernig eigi að leggja vegakerfið í höfuðborginni?

gattnamót kringlumýri-miklubrautar og síðan sundabraut eru dæmi þar sem ríkið beið og bíður ennþá. 

Fannar frá Rifi, 7.2.2009 kl. 20:09

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þú getur farið á vef Reykjavíkurborgar og séð þar skipulag svæðisins, með Miklubraut neðanjarðar að hluta.

Brjánn Guðjónsson, 8.2.2009 kl. 14:04

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sástu skilaboðin frá mér? Fyrsti hluti kominn inn!

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.2.2009 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband