Dalai Lama sýnir listir sínar í sumar

Sú frétt að Dalai Lama hafi boðað komu sína hingað til lands hefur glatt marga.

Dalai LamaLamatarfurinn Dalai hefur skemmt víða um heim í fjölmörg ár, með söng og dansi. Þjálfari hans, Tenzin Gyatso, handhafi Friðarverðlauna Nóbels og andlegur og veraldlegur leiðtogi Tíbeta, hefur náð ótrúverðum árangri í þjálfun sinni á Dalai. Tenzin mun hafa þróað eigin tamningatækni sem gefist hefur undra vel. Klapptæknin. Með klappi myndar hann taktinn sem Dalai dansar við og syngur.

 

 

Tenzin er svo iðinn við að iðka og æfa klappið, að fáar ef nokkrar myndir hafa náðst af honum óklappandi.

Tenzin klapparTenzin á on-beat Tenzin á off-beat

Tenzin sagði, á blaðamannafundi í dag, að listin við klappið væri ekki flókin. Andleg íhugun og kærleikur væri allur galdurinn.


mbl.is Dalai Lama kemur til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hann ætlar að klappa okkur inn í nirvana!

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.2.2009 kl. 19:25

2 Smámynd: Tiger

  Hahaha .. sko það er alltaf gaman að klappa - jafnvel þó það sé bara fyrir Lama!

Klapp fyrir þér boxer .. og smá knús!

Tiger, 10.2.2009 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband