Afsakið mig...

...að ég varpi fram spurningunni.

Er ekki málum þannig fyrir komið, að þegar forkólfar hafa gert samninga við vinnuveitendur þurfi stéttafélögin að samþykkja þá? þ.e. hinir óbreyttu félagsmenn.

Hafa hinir óbreyttu kannski ekkert um málin að segja? Borga þeir bara félagsgjöldin og láta búðingana sjá um að japla vínarbrauðin.

Þurfi óbreyttir félagsmenn að staðfesta samninga, geta búðingarnir ekki bara breytt þeim sisona. Verður ekki að leggja málið fyrir félagsmenn?


mbl.is Samstaða um frestun samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Einu sinni var Villi ungur maður með háleitar hugsanir og miklar væntingar og framtíðarsýnir...veit ekki hvað varð um þann dreng...

TARA, 26.2.2009 kl. 00:14

2 identicon

Mig langar bara til að spyrja fólk, hvað er að hægrimönnum, í alvöru, hvar er réttlætikennd þessara manna? Hvernig hefur þetta fólk eiginlega verið alið upp? Indriði Þorláksson vildi setja kafla um skattaskjól og undanskot frá skatti í skýrslu sem nefnd á vegum Árna Matt var að vinna, en tveir menn voru á móti því. Þegar ég var að lesa frettina þá datt mér strax í hug að hér hefðu það verið hægrimenn sem hefðu verið á móti. Og mikið rétt, Tryggvi Þór herbertsson frjálshyggjubrjálæðingur og Vilhjálmur Egilsson framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins og Sjálfstæðismaður með meiru voru á móti. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru það einkum þessir nefndarmenn sem voru andvígir því að fjallað yrði um þessi mál í skýrslunni. Hvenær ætlar fólk að vakna og fatta fyrir hvað þessi flokkur stendur? Hvnær ætlar fólk að gera sér grein fyrir því að þessi flokkur snýst ekki um neitt nema völd og peninga ákveðinna aðila. Mikill er undirlægjuhátturinn að þurfa stöðugt að kyssa vöndinn. Það fer að líða að því að maður fer að kalla 30% þjóðarinnar fífl, fólk sem tendur við bakið á mönnum sem hika ekki við að svíkja þjóð sína.

Valsól (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 06:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband