Lífeyrissjóðir gráta

Haft er eftir Arnari Sigmundsyni, formanni Landssamtaka lífeyrissjóða, að lífeyrissjóðirnir kvarti yfir gjaldeyrissamningum og gengisvísitölu. Varðmenn þessarar helvítis hítar, lífeyrissjóða, telja sig nafla alheimsins sem endra nær.

Það má ekki afnema verðtryggingu því þá fari lífeyrissjóðirnir í steik. Þó má samt alveg taka upp aðra mynt, sem yrði án verðtryggingar. Það myndi ekki skemma lífeyrissjóðina neitt. (döh)

Fyrir mér eru lífeyrissjóðirnir tómar afætur. Ég tel litlar líkur á að ég nái nokkurntíman 67 ára aldri. Ég er, hef og verð að greiða í lífeyrissjóð. Hít. Börnin mín munu ekki erfa þann sparnað minn. Hann mun líklega á endanum fara í sumarhúsauppbyggingu einhversstaðar, eða til vínarbrauðskaupa á skrifsofunni.

Svo koma svona njólar fram og rausa. Þeir ættu að sjá sóma sinn í að halda kjafti.

Það væri svo mörgu hægt að breyta til betri vegar í íslensku samfélagi ef ekki væri fyrir þetta afætusamfélag.


mbl.is Málin enn í lausu lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega.

Rósa (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 05:19

2 identicon

Hvað er launa og rekstrar kostnaður lífeyrissjóða  hár?.Ég frétti að sumir forst, væru með um 2 millur á mánuði.Ég er viss um að það væri hægt að minnst helminga þennan rekstrarkostnað.

Hörður (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 13:31

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

svo eru sérbökuðu vínarbrauðin dýr

Brjánn Guðjónsson, 3.3.2009 kl. 14:08

4 identicon

Heildarlaunakostnaður lífeyrissjóða =1018.126.890.kr.  ,127 manns,rúml 8 milljóna launakostnaður á mann.kannski ekki svo rosalega hátt þegar allur launapýramídinn er skoðaður mætti bara fækka sjóðunum þarf ekki yfir 100 manns að halda utanum þetta.Kannski smákóngapólítík í gangi.

Hörður (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband