Útvarp Óli Palli

Ætlaði að blaðra aðeins um útvarp, en Óli Palli varð að fá að vera með í fyrirsögninni því hann kemur við sögu.

Ég skrapp áðan í smá bíltúr og hlustaði á útvarpið á meðan. Einu stöðina sem spilar danstónlist. Flass 104,5. Heyrði þar lag sem ég kannaðist við en veit ekki hvað heitir né hver flytur. Það er nefnilega þannig með mig að ég man vel lög, en legg mig sjaldan fram við að muna heiti þeirra eða nöfn flytjenda.

Lagið hafði ég heyrt á þeirri stöð sem ég hlusta hvað mest á; Megastacja kanal Trance, sem er pólsk. Ég er sumsé danstónlistarfíkill og þegar kemur að danstónlist eru austur evrópskar stöðvar helst að standa sig. Hlusta líka stundum á eina ungverska stöð, en man ekki nafnið á henni. Hún er búkkmörkuð á tölvunni í vinnunni. Einnig eina rúmenska sem er nokkuð góð. Radio Pro-B.

Það virðist koma í tímabilum, hversu skemmtileg tónlist er í gangi. Eitt árið getur verið drekkhlaðið af skemmtilegum lögum, meðan hið næsta inniheldur tóm leiðindi. Var að hlusta á íslenskt útvarp. Ég fór að hugsa; svakalega er leiðinleg tónlist í gangi þessi misserin. Svo fattaði ég að ég var með stillt á Rás 2. Útvarp Óli Palli, þar sem eru tveir þættir á dagskrá. Poppland á daginn og Rokkland á kvöldin. Ég viðurkenni að ég hlustaði á þessa stöð síðustu þrjá daga. Enda má maður ekki einangra sig. Þessa þrjá daga heyrði ég eitt lag sem mér heyrðist ekki innihalda gítar. Enda hljómsveitin nógu fræg til að komast gegn um gítarnálaraugað. Annars hefur mér fundist eins og það sé skilyrði að lag fáist spilað á þeirri stöð að það innihaldi gítar.

En hvað um það. Nú ætla ég að opna WinAmp-inn og tjúna á pólsku stöðina. Syntar og aftur syntar. Engir gítarar. Þeir eru svo mikið 1967. Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

1967 er ár áranna 

Jóka (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband