Til hamingju Ísland

Fyrsta skrefið. 

Margir hafa sagt að aðild að €sb sé það versta. Er það? hvað er verra en þegnar Bretlands upplifa?

Að borða ógeðslegar pylsur á morgnana og að borða Mermite, sem er viðbjóður.

Bjögum bretum frá ógeðinu. Bjóðum þeim ýsu og hamsatólg.


mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ekki gleyma HP sósunni - hún er ekki minni viðbjóður...!!! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 16.7.2009 kl. 22:12

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

úff þurftirðu að minna mig á hana. man á Mallorca '74 þegar ég var bara lítill kútur að þar var alltaf HP sósa á öllum borðum og mér fannst hún hljóta að vera svo góð.

smakkaði fyrir rest og fannst hún verulega vond. já virkilega var hún vond.

Ég skal alveg endursmakka markt í dag, sem ég afskrifaði sem barn. Hef þó smakkað tómata aftur og þeir jafn vondir á bragðið og í æsku. Ég er tilbúinn að endurskoða, eins og ég gerði með tómatana. Kannski HP sósan bragðist ekki eins illa og '74.

Brjánn Guðjónsson, 16.7.2009 kl. 23:00

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.7.2009 kl. 23:30

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hafið þið smakkað mermite? Bretinn elskar það, en það er viðbjóðslegt á bragðið. trúið mér. hreinn viðbjóður

Brjánn Guðjónsson, 17.7.2009 kl. 01:34

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Brjánn... sambýlismaður minn er Breti. Hér er alltaf HP sósa í ísskápnum...  En sem betur fer hefur hann ekki fundið  marmite hérna. Er það til einhvers staðar?

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.7.2009 kl. 03:06

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hef ekki séð það hér. sá það bara úti í Bretlandi og var sagt að bretar ælust upp við það. smakkaði og næstum ældi.

Brjánn Guðjónsson, 17.7.2009 kl. 10:32

7 Smámynd: fellatio

Er það allt og sumt sem ESB býður upp á? Marmite og HP-sósu? Þá vil ég bara hafa áfram Vals-tómatsósu og Gunnars myownass, takk. :)

fellatio, 17.7.2009 kl. 20:57

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

líttu á. það er ekki spurningin hvað Evrópusambandið hefur okkur að bjóða, heldur hvað við höfum því að bjóða.

nákvæmlega. Vals tómatssósu og Gunnars mæjónes. Að ógleymdri E.F. písusósunni. stærra tækifæri til að upphefja evrópska matarmenningu hefur ekki boðist.

Brjánn Guðjónsson, 18.7.2009 kl. 15:51

9 Smámynd: fellatio

Þetta Útopíusamband þitt sökkar feitt.

fellatio, 20.7.2009 kl. 11:51

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ekki missa þig í öfgunum. það er enginn að tala um Útópíusamband, nama þú, heldur hvort okkur farnist betur innan sambands eða utan. áð þess að láta á það reyna munum við aldrei fá úr því skorið.

Brjánn Guðjónsson, 21.7.2009 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband