Nýja Ísland

Var vinsæll frasi í vetur. Svo vinsæll að stjórnmálamenn gerðu hann að sínum. Ekki síst í aðdraganda kosninganna.

Lítið hefur farið fyrir nýja Íslandi síðan. Skjaldborgin varð tjaldborg og síðan gjaldborg.

Í dag var svo endanlega staðfest að nýja Ísland var lítið annað en orðin tóm, þegar gamlir pólitíkusar voru endurunnir í bankaráð Seðlabankans. Þar á meðal er maður að nafni Ragnar Arnalds. Gott ef hann hefur ekki dvalið innan veggja bankans í einhver ár. Líklega líkar honum það prýðilega. Ekki ætla ég að tjá mig um störf hans þar.

Fyrir 28 árum var hann fjármálaráðherra íslendinga og sló lán í Bretlandi upp á 35 milljónir punda, á 13% vöxtum. Lánið er kúlulán, eins og vinsæl eru þessi misserin. Lánið hefur ss einn gjalddaga, árið 2016.

Það er skemmtileg tilviljun að það ber upp á sama ár og til stendur að byrja að greiða Icesafe, sem er einmitt í boði fyrrum flokksfélaga Ragnars í Alþýðubandalaginu. Svavars Gestssonar.

Í dag er fólk að hafa áhyggjur af að íslendingar geti ekki staðið undir Icesave skuldbindingum. Þá gleymist gjarnan Barnalánið hans Ragnars, sem í dag stendur líklega í rúmum 2,5 milljörðum punda. Sem gera hva...eitthvað milli 500 og 550 milljarða króna. Sem NB eiga að greiðast í einu lagi.

Svei mér þá ef ég verð ekki að éta strax ofan í mig upphafsorð mín, um að nýja Ísland séu orðin tóm. Þvert á móti. Árið 2016 fáum við líklega glænýtt Ísland. Ísland skuldabyrða og fátæktar sem aldrei fyrr.

Kannski það muni bara þykja nokkuð vænlegt þá, að yfirgefa landið og flytja til Kúbu eða N-Kóreu?


mbl.is Kaffisamsæti flokksgæðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist vextir hafi verið greiddir jafnóðum.

http://www.malefnin.com/ib/index.php?s=3f93457a0544f36b30b780533c2b2c62&showtopic=117394&pid=1498850&mode=threaded&start=

http://www.althingi.is/altext/121/04/r18152833.sgml

 Annars væri gott að fá frekari og áreiðanlegri upplýsingar.

Rýnir (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 17:45

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

fann einmitt ekkert um það. vissulega setur það strik í dæmið, reynist svo vera.

Brjánn Guðjónsson, 11.8.2009 kl. 18:05

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

var einmitt búinn að renna yfir ræðuna hans Friðriks, á hlaupum, en barnalánið fór framhjá mér. virðist vera rétt að vextirnir hafi verið greiddir gegn um árin.

ég get þá kannski afpantað Kúbuferðina

Brjánn Guðjónsson, 11.8.2009 kl. 18:11

4 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Brjánn!

Icesafe í boði Svavars Gestssonar !!!???

Andskotans rugl er þetta í þér drengur .........

Soffía Valdimarsdóttir, 11.8.2009 kl. 20:04

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

bíddu...var einhver annar formaður samninganefndarinnar?

kannski Laddi?

Brjánn Guðjónsson, 11.8.2009 kl. 20:29

6 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Þú hefur nú hingað til komið mér fyrir sjónir skarpari en svo að ég trúi því að þú teljir Íslendinga hafa yfirleitt verið í einhverri samningsstöðu og enn aftur að hægt sé að skella skuldinni á brunaliðið..............

Icesafe er í boði kapitalismans, ný-frjálshyggjunnar og Sjálfstæðisflokksins!

Soffía Valdimarsdóttir, 12.8.2009 kl. 12:30

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Svabbi gleymdi að taka með sér vatn í útkallið

Brjánn Guðjónsson, 12.8.2009 kl. 13:00

8 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Hefði líklega þurft eins og eitt stykki Þingvallavatn...

Soffía Valdimarsdóttir, 12.8.2009 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband