Stórhættulegt knús á almannafæri

Það er orðið all svart þegar menn mega ekki láta vel að börnum sínum. Án þess ég viti neitt um mál ítalans, ímynda ég mér að ekkert ósæmilegt hafi farið fram, þarna á sundlaugarbakkanum með móðurina og fjölda fólks viðstatt.

Í fyrsta sinn í mörg ár, skellti ég mér á fótboltaleik í dag. Þar hitti ég ástkæra dóttur mína. Unglingurinn var þar með vinkonum sínum. Þegar hún sá mig breiddi hún út faðminn, rétt eins og ég. Í miðjum mannfjöldanum féllumst við í faðma og ég kyssti hana á vangann.

Mikið er ég feginn að leikurinn fór ekki fram í Brasilíu.


mbl.is Handtekinn fyrir að kyssa dóttur sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Kærleiksfasismi"? Kannski best sé að fyrirfara allri ástúð foreldra til barna sinna? Ég veit að móðir mín, ömmur, afar, langömmur og langafar, knúsuðu mig í bak og fyrir á mínum uppvaxtar árum... Kannski þess vegna er ég eins "bilaður" og margir vilja halda?

Og kannski er það ljótt af mér að knúsa börn bræðra minna? Er ég þá barnaperri?

Skorrdal (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 18:50

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

á brasilískan mælikvarða ertu það kannski, en á mælikvarða heilbrigðs hugsandi fólks ertu líklega frekar kærleiksríkur

Brjánn Guðjónsson, 12.9.2009 kl. 19:33

3 identicon

Ég faðma alla sem mér þykir vænt um, Brjánn. Það er eitthvað sem mér var kennt - og ég kann illa að ráða við. Hvernig get ég sýnt þeim það öðruvísi? Vissulega gefur það mér mikið, að fá að halda utan um þá sem ég elska - en að gera það að einhverju slæmu, sýnir meira inn í hugarheima sem slíkt fordæma en inn í minn hugarheim... Ég faðma meira að segja prestinn minn, sem fermdi mig á sínum tíma! - en ég var orðinn nærri þrítugur, þegar ég tók upp á þeirri vitleysu... Vonandi verður hann ekki kærður fyrir væntumþykju mína til hans (og við erum svo langt í frá sammála um flest - en góðir vinir geta verið ósammála, án þess að hætta að þykja vænt um hvorn annan).

Skorrdal (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 19:43

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Mér varð hugsað til þess að ég kyssi og knúsa dóttur mína oft og sýni henni væntumþykju...

Hvað ætli ég fái þá langann dóm fyrir athæfið???

Mér var og sýnd mikil væntumþykja frá foreldrum, ömmum og öfum alla mína barnæsku... Ég er kanski að endurgjalda það með því að sýna dóttur minni álíka væntumþykju...

Með kærleikskveðjum

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 12.9.2009 kl. 19:47

5 identicon

Kannski við séum bara hinir brengluðu, Ólafur Björn? Ég amk. vildi ekki lifa því lífi, að geta ekki tekið utan um þá sem mér þykir vænt um - þótt þeir séu bara smábörn. Það er EKKERT mikilvægara en faðmlag og væntumþykja, í mínum huga. Mér finnast svona "fréttir" vera hrein árás á þau gildi sem mér voru kennd. Og ENN faðmar amma mín mig og afi minn! Og mér þykir svo vænt um það!

Skorrdal (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 19:58

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

knús er gott og ætti að lögleiða það. ferlegt þegar þjóðfélaginu er stýrt að tilfinningaköldu fólki.

ég knúsa börnin mín, systkini og bestu vini mína. ég knúsa þá sem mér þykir vænt um.

það hefur ekkert með neitt kynferðislegt að gera. einungis kærleika og væntumþykju.

Brjánn Guðjónsson, 12.9.2009 kl. 20:00

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hjartanlega sammála þér Skorrdal

Brjánn Guðjónsson, 12.9.2009 kl. 20:01

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég knúsa börnin mín og ef einhver tilfinningafrosinn vill láta loka mig inn fyrir það, þá so be it. ég mun aldrei hætta að tjá mína óendanlegu ást til þeirra. aldrei.

Brjánn Guðjónsson, 12.9.2009 kl. 20:05

9 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Já ég er sammála því að lögleiða ætti faðmlög (knús)... en það er allavega skárra en að fara hina leiðina...

En fyrst við erum svona brenglaðir þá er ég mjög hamingjusamlega brenglaður. :)

Með kveðju enn og aftur

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 12.9.2009 kl. 20:10

10 identicon

Auðvitað ekki, Brjánn! Við EIGUM - og það er okkar SKILDA - að þau viti af því, sem okkur þykir vænt um, viti af því! Það var mér kennt - ég mun aldrei hætta því! Ég skal sitja með þér í klefa, ef því er að skipta! Sumt er bara komið út í of mikla öfga...

Og ég mun ALDREI hætta að taka utan um afa minn eða ömmu, né heldur bræður mína eða börn þeirra - hvað þá pabba minn! Ég gæti ekki sýnt fjölskyldu minni meiri vanvirðingu en það!

Skorrdal (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 20:15

11 identicon

Það er gott að vera "brenglaður", Nafni Björn! ;) Mér finnst það amk.

Skorrdal (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 20:16

12 identicon

Það verður bráðum hérna á Íslandi þannig að enginn má kyssa eða knúsa bðrnin sín nema Steingrímur eða Jóhanna með leyfi AGS

I Skulason (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 20:24

13 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Las þetta í Itölskum blöðunum,og þar kom fram að þetta er hamingjusöm fjölskylda,sem var í fríi í heymabæ konu hans.Það eru alltaf til paranoik fólk sem sér allt íllt eða öfugt.Ja hérna ,við verðum að passa okkur vel(þessvegna hef ég lítið traust á vitnum,lett að rugla saman tilfiningum og kvað gerðist í raun og veru.Við erum bara mannskepnur,ekkert annað.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 12.9.2009 kl. 20:54

14 identicon

 Nú veit ég að moggabloggarar vita fátt betra en tækifæri til að búa til ögrandi færslufyrirsagnir í von um að lokka að lesendur. Ég vona samt þú hafir vit á að átta þig á því að í þýðingu morgunblaðsins er ekkert sagt um hvers eðlis hin óeðlilega snerting á að hafa verið. Nú bjó ég í suður ameríku í nokkur ár og þar eru börn knúsuð í bak og fyrir. Mér finnst því ástæða til þess að ætla að hér liggi eitthvað meira að baki en blaðamenn moggans hafa nennt að þýða. (Án þess að það þýði að ég sé að gefa mér neitt um sekt eða sakleysi föðursins.)

Ágústa Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 05:32

15 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

burt séð frá hvort ítalinn leiti á dóttursína eður ei.

þykir þér líklegt, Ágústa, að maðurinn hafi leitað á dóttur sína í fjölmenni og með móðurina viðstadda? ég held ekki.

ég held að þeir sem leiti á börn, sín eigin eða annarra, geri það í laumi en ekki frammi fyrir alþjóð.

það þarf engan eldflaugafræðing til að sjá það.

Brjánn Guðjónsson, 13.9.2009 kl. 14:25

16 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þetta hefur því ekkert að gera með þýðingu Morgunblaðsins. aðeins heilbrigða skynsemi.

Brjánn Guðjónsson, 13.9.2009 kl. 14:26

17 identicon

Meh, ég ætla ekki að ljúga því að þér að ég sé eldflaugasérfræðingur en því miður eru mýmörg dæmi um barnaníðinga sem eru svo siðblindir að þeir snerta börn óeðlileg á almannafæri og um mæður sem eru svo meðvirkar að þær aðhafast ekkert og gera hvað sem þarf til að verja níðinginn. Það hefur því heilmikið að segja að morgunblaðið skuli ekki tiltaka nánar hvað það var sem varð til þess að hótelstarfsfólk sá ástæðu til þess að fara að kæra gestinn.

Ágústa Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 18:07

18 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Það er mín trú að barnaníðingar, sem og níðingar almennt, séu siðblindir.´

Samkvæmt mbl fréttinni voru það ekki hótelstarfsmenn sem kærðu, heldur öldruð hjón.

Brjánn Guðjónsson, 14.9.2009 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband