Laugardagur, 17. október 2009
Prestablæti
Ég ætla ekki að fjalla um sakargiftir sérans. Nenni því ekki.
Heldur orð Ingibjargar Sigtryggsdóttir, hverja ég þekki engin deili á. Hún vill fá prestinn sinn aftur.
Hvað er þetta með presta? Ég hef orðið vitni að mýmörgum dæmum um prestablæti. Að prestar séu eitthvað merkilegir. Eru þeir merkilegri en aðrir ríkisstarfsmenn? Hví er enginn haldinn ritarablæti, skattstjórablæti eða þingvarðablæti?
Prestar fá greitt frá ríkinu fyrir að klæða sig í kjól, baða út örmum og tigna þjóðsögur. Það er ekkert öðruvísi. Fyrir að tigna löngu látinn mann, hugarfóstur hans og annarra, hindurvitnin um gráskeggjaða náungann í skýjunum ásamt trompet- og hörpuleikara hans, fiðraða fólkið.
Hvað með Árna Björnsson? Hann er þó ekki í því að tigna neinn, en er fróður um ýmis hindurvitni og löngu látið fólk sem setti merki sitt á sögu okkar. Hví er enginn haldinn Árnablæti?
Kannski vegna þess að Árni klæðist ekki kjól?
Viljum fá prestinn okkar aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Brjánn, það er búið að sýkna sr. Gunnar, eru þá dómar á Islandi allt í plati ef þeir hennta ekki þeim sem. settu leikritið af stað, bæði í undirrétti og hæstarrétti.
sr.Gunnar hefur staðið sig vel sem prestur víða um land, og svona mál eru alltaf að koma upp
mis erfið, ég tel eftir 4-5, ár þegar stúlkurnar eru orðnar þroskaðri munu þær segja sögu sína.
Þá kemur í ljós hver var höfundur að lygavefnum gegn sr. Gunnari
Bernharð Hjaltalín, 17.10.2009 kl. 09:30
Það væri svolítið fyndið ef að strætisvagnabílstjórar klæddu sig eins og prestar og prestar væru í skotapilsum ... einkennisbúningar eru oft ótrúlega hallærislegir... eða frekar þeir sem klæðast þeim...
Brattur, 17.10.2009 kl. 10:46
Bernharð. Þessi færsla mín hefur nákvæmlega ekkert með dómsmálið gegn Gunnari að gera. Ég er að tala um hið landlæga prestablæti.
Brattur. Ég vildi sjá strætóbílstjóra klædda í ljósálfabúninga.
Brjánn Guðjónsson, 17.10.2009 kl. 14:57
Kerlingin er bara fórnarlamb trúarforritunar... hún þarf mikla og góða læknishjálp
DoctorE (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 16:14
en dokksi. það er óneitanlega kúl að fá greitt fyrir að klæðast kjól. svona næstum eins og að vera Jedi. nú eða bara klæðskiptingur hjá hinu opinbera.
Brjánn Guðjónsson, 19.10.2009 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.