Flugeldasala

Nú gengur um fésbókarheima einhver grúppa sem vill að björgunarsveitirnar fái einkaleyfi á sölu flugelda.

Ég skal reyna að halda niðri hrokanum, en fyrir mér sjá björgunarsveitirnar aðallega um að sækja fávita af fjöllum. Einhverja sem fóru illa útbúnir og/eða létu ekki vita af sér. Réttast væri heldur að rukka það lið fyrir kostnaði leitarinnar.

Vissulega eru önnur tilfelli einnig, en ég held þau séu í minnihluta.

Það var verslun Ellinsens sem hóf að selja flugelda hér á landi. Síðar stukku björgunarsveitirnar til og tóku það upp. Íþróttafélög selja einnig flugelda til að fjármagna sig.

Hvar ég kaupi flugelda, sem ég hef reyndar ekki gert í nokkur ár, eru mér engin trúarbrögð. Þó finndist mér fé mínu betur varið til íþróttafélaganna sem börnin mín iðka íþróttir hjá. Eða bara liðsins sem ég held með. Heldur en að púkka undir björgunarsveitir svo þær geti leitað að einhverju jeppaliði eða rjúpnaskyttum sem skortir heilbrigða skynsemi.

 

Fyrr myndi ég styðja að Melabúðin fengi einkarétt á jógúrtsölu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Er haldin valkvíða varðandi þetta mál.  Hallast þó frekar að frelsinu...

Hitt er svo annað -og umræðu vert- hvernig á að "nota", vonandi ekki "misnota" björgunarsveitirnar hér á landi.

Þær hafa vissulega þjónað mikilvægu hlutverki, jafnvel við að sækja fyrirhyggjulausa "vitleysinga" á fjöll.  Slíkir eiga líka fjölskyldur, sem er annt um þá.

Þegar átti að fara að beita björgunarsveitunum gegn mótmælendum við Kárahnjúkavirkjun hérna um árið, var skörin hins vegar farin að færast upp í bekkinn.

Það er alvarleg þróun ef á að fara að búa til einhvers konar lögreglu-varalið fyrir stjórnvöld úr einkareknum björgunarsveitum almennra borgara -og beita gegn almennum borgurum.   Slíkt þarf að varast, enda handan við lög og rétt í svokölluðu lýðræðisríki.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 1.11.2009 kl. 18:34

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Björgunarsveit bjargaði bróður mínum þegar hann var um tvítugt og enn frekar mikill fáviti.  (lesist gelgja).  Síðan hefur hann þroskast dálítið og er að mínu mati einn besti maður í heimi.

Ég styð björgunarsveitirnar.

Anna Einarsdóttir, 2.11.2009 kl. 10:23

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

gott mál að björgunarsveitirnar hafi bjargað gelgjunni.

ég hef ekkert á móti björgunarsveitunum, per se. þær mega alveg fara um fjöll og firnindi á eftir jeppalingum og rjúpnaskyttum, mín vegna. mér finnst bara ekki rétt að tryggja þeim einkarétt á einu eða neinu til að geta sinn því.

Brjánn Guðjónsson, 2.11.2009 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband