Mánudagur, 11. febrúar 2008
Sultublogg?
Keyrir vefþjónn blog.is í sultukrukku?
Ég hef áður gert athugasemd og aðra til, við tiktúrulega hegðan bloggkerfisins. Nú er boðið upp á nýja gerð sultu. Ég reyndi að setja inn video í gær. Eftir að hafa upphalað því, birtist texti sem sagði að myndbandið væri 'í vinnslu'. Sex tímum seinna var það enn 'í vinnslu'. Stærð myndbandsins er tæplega 1,5 MB. Fyrir á svæðinu mínu var eitt myndband, upp á rúmlega 1 MB. Í morgun eyddi ég hvoru tveggja út. Gamla myndbandinu sem og því sem var 'í vinnslu'. Ef vera skyldi að orsökin væri plássníska hjá blog.is. Ég upphalaði síðan nýja myndbandinu aftur. Nú hefur það aðeins verið tæpan klukkutíma 'í vinnslu'.
Líklega þarf sultuhleypirinn að taka sig aðeins. það verður forvitnilegt að fylgjast með því í dag.
Vefurinn | Breytt 15.2.2008 kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Glámbekkur

![]() |
8 ára fastur í handjárnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Berlúskóni
Í því flóni býr kraftur.
Bannsettur dóni með bakgrunninn sinn.
Berlúskóni snýr aftur.
![]() |
Þing rofið á Ítalíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Halló!
Við erum að tala um einhverja sjónvarpsþætti in the sixties!
Man einhver eftir þeim? Voru þeir sýndir hér á landi?
Ég lýsi hér með eftir því þeim sem áttu sjónvarp þá og lifa enn. Látið mig vita. Ég er svo svakalega forvitinn um þessa þætti, Flóttamanninn
![]() |
Löggan sem elti flóttamanninn látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Skrásetning er stórkostleg!
Ég get susum skilið þá viðleitni þeirra að þétta þekkingagrunninn sinn. Ekki svo galið að skrá ör og tattú, í viðbót við fingraförin.
Mér hefði þó fundist rétt að ganga lengra, ef gera á eitthvað á annað borð. Þannig mærri skrá fæðingabletti líka. Auðvitað yrði í leiðinni bannað að fjarlægja fæðingarbletti, sem og ör. Líklega yrðu lýtalækningar bannaðar með öllu. Auk hinna líkamlegu einkenna mætti svo skrásetja kæki og turette einkenni, hegðunarmynstur (þ.m.t. kynhegðan), fæðusmekk/matarræði, svefnvenjur, drykkjuvenjur, meðalfjölda þvagláta á sólarhring og svo mætti lengi telja. Í raun væri best að skrásetja fólk eins og það leggur sig. Hafa uppi á því og loka í skjalaskáp. Þá yrði heldur enginn eftir, þarna úti, til að brjóta af sér. Sem aftur þýddi að ástæðulaust yrði að skrásetja fólk.
Hmmm
![]() |
FBI safnar upplýsingum um ör og húðflúr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Hví var lögreglan í farbanni?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Meint tarantúla
Er það ekki, rétt eins og hassið?
Gaman að fá gæludýr á stöðina
![]() |
Hald lagt á tarantúlu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Flokkun póstkassasorps
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Trúarbrögð eða fasismi?
Alveg fannst mér makalaust að hlusta á Ástu R. í Kastljósi kvöldsins. Eins og þeir sem gagnrýnt hafa andreykingafasismann spáðu, verður næsta skref að drulla yfir rétt fólks til að haga sínu lífi að vild á eigin heimili. Nú á semsagt að gera fólki óbærilegt að reykja heima hjá sér. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þess máls. Verða hömlurnar einskorðaðar við tóbaksreyk? Reykingamaðurinn eigi sko ekki von á góðu, gerist það að nef nágrannans finni lykt af tóbaksreyk, meðan t.d. grillandi nágranni má menga með sínum grillreyk? Svona til að taka dæmi. Hvenær ætlar þessi vitleysa og níðingsháttur að taka enda?
Þetta er löngu hætt að snúast um skynsemi og rök. Þetta eru annaðhvort öfgatrúarbrögð af verstu sort eða það sem líklegra er. Hreinn og klár fasismi.
Mánudagur, 4. febrúar 2008
Hamsturinn Lárus
![]() |
Punxsutawney Phil spáir vetri enn um sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)