Hjartað missti úr slag

Eða tók a.m.k. auka kipp, við að sjá þessa fyrirsögn. Ekki nóg með þessa nýju mynd, heldur var konan að kynna gallabuxnalínu líka. Hvar endar þetta. Hjálp!


mbl.is Viktoría með nýtt tattú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frosið í helvíti.

Um árabil, eða allt frá því elstu menn muna, hefur allt hér verið á leið til andskotans. Það hefur verið samhljóða álit fróðra manna að allt hafi hér verið betra í gamla daga.

Nú herma nýjustu fréttir að hér sé allt á leið til andskotans. Þetta eru alls engar fréttir, þar sem hér hefur allt verið á húrrandi siglingu þangað alla tíð. Nema hvað? Hvernig stendur á að þrátt fyrir áralanga siglingu til helvítis, séum vil ekki komin þangað? Jú, svarið getur aðeins verið eitt. Við vorum þar allan tímann. Því er engin ástæða að óttast neitt, enda löngu frosið í helvíti.


mbl.is Er allt á niðurleið á Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fatapóker?

Var það fyrsta sem mér datt í hug Woundering

Segir auðvitað mest um mig og minn haus LoL


mbl.is Með konuna nakta á hendi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tell me something I don't know

Svona almennt séð...hvaða eiginmaður verður ekki ánægður með að ná að skjóta í mark?

Væri hann hinsvegar argur yfir þessu, hefði ég betur skilið að einhverjum þætti það fréttnæmt.


mbl.is Í skýjunum vegna þungunar eiginkonunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt ríki, ein þjóð, eitt fíaskó.

Í framhaldi af öruggum heimildum agenta okkar, að andspyrnuhreyfingin sé að vopnbúast, hefur foringi vor fyrirskipað að stormsveitirnar skuli efldar og settar í viðbragðsstöðu. samin hefur verið viðbragðsáætlun, láti andspyrnumenn til skarar skríða. hverskonar aðgerðir gegn ríki okkar, betra fólksins, verða ekki liðnar.

 


mbl.is Heilbrigðisráðuneytið brýnir stofnanir vegna reykingabanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný stefna, nýr titill, nýr stílisti

Óli Ragn al GrímsaÉg hef heimildir fyrir að forsetaembættið hafi tekið nýja stefnu varðandi samskipti við erlend ríki. Nýr stílisti hefur jafnframt verið ráðinn til embættisins og hef ég komist yfir mynd, eftir krókaleiðum, af hinu nýja útliti forseta vors.

Hann mun í för þessari, til arabalanda, bera titilinn Óli Ragn al Grímsa.

 


mbl.is Al Jazeera sýnir viðtal við Ólaf Ragnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég legg inn pöntun

Gott er til þess að vita að panta megi veðurspár hjá Sigga. Ég er að hugsa um að leggja inn pöntun á veðurspá. Hún er svohljóðandi.

"Öllu frosti, hefur verið aflýst. Mikil hlýindi eru í kortunum, til langs tíma. Rigning næstu daga og mun allan snjó taka upp fljótt. Síðan er bara sól og sumar í framhaldinu."

þetta kalla ég þjónustu í lagi!


mbl.is Veðurspá hjá Sigga eftir pöntunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halló!

Í hvaða raunveruleika lifa blessaðar konurnar. Það má finna vændi og eiturlyf á allflestum skemmtistöðum bæjarins. Það þarf enga nekt til slíks.
mbl.is Vilja banna nektarsýningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilgreiningin á heilum hellingi

Þar sem spekingarnir hafa hótað miklu frosti (~ -15° C), síðar í vikunni, fannst mér rétt að fara á bensínstöð að láta mæla frostþolið á bílskrjóðnum. Bensínkallinn tók dropa úr vatnskassanum og setti í stafrænt hátæknimælitæki sitt. Bar það upp að auga sínu og kvað upp sinn dóm. "Þetta þolir heilan helling." "Hmm  ok" sagði ég. "Þolir hann þá undir fimmtán gráðum, eins og spáð er?" spurði ég. "Jájájá" svaraði bensínkallinn.

Þar með lýsi ég hér með yfir að með nýtízku rafeindabúnaði, hefur fengist staðfest að heill hellingur er lægri tala en -15. Hver hún er nákvæmlega, á eftir að rannsaka nánar. Þó er hér óneitanlega um tímamótauppgötvun að ræða.


Bla bla bla...

Talk to the hand


mbl.is Bush segir fjölgun í hernum í Írak hafa borið árangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband