Þriðjudagur, 12. febrúar 2008
Y
Eftir því sem blogg hefur orðið sífellt vinsælla hef ég betur og betur tekið eftir hve hátt hlutfall fólks er illa að sér í stafsetningu. Látum málfræðina liggja milli hluta. Eitt helsta einkennið er að vita ekki hvenær skal skrifa 'i' eða 'y'. Ég lái fólki svo sem ekki að velkjast í vafa með það. Sjálfur er ég ekki alltaf of viss og reglurnar dekka ekki allt saman. Mér er þó það til happs að hafa gott sjónminni, sem hefur hjálpað mér mikið með þetta sem og annan lærdóm. Þó man ég alltaf að einn íslenskukennari minn sagði, að sértu í vafa um hvort nota eigi einfalt eða ypselon, notaðu þá einfalt.
Það er alveg ótrúlega algengt að sjá notað 'y' á ólíklegustu stöðum. Nýjasta 'trendið' í umræðunni þessa dagana, um Orkuveitudæmið allt, er að tala um REY þegar menn eru að tala um REI.
Mykyð er ég hyssa!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 12. febrúar 2008
Skyldi ég fá dóm?
![]() |
Sektuð fyrir að neita að selja lesbíu hvolp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 12. febrúar 2008
Taka þetta svo!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 12. febrúar 2008
Endanlegt
![]() |
Líkt við Nürnbergréttarhöldin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 11. febrúar 2008
Exsqueze me!
þeir hjá mogganum hafa ákveðið að leyfa ekki að blogga um fréttirnar af flugvélarhrapinu í dag. Ég blogga nú samt.
Fyrst þegar ég heyrði frétt af málinu var umrædd flugvél í ca 60 sjómílna fjarlægð, vestur af Keflavík. Þá var rellan enn í nokkurri hæð og átti þ.a.l. eitthvað eftir áður en hún lenti í hafinu. Flugmaðurinn hafði fyrst sagt að annar hreyfillinn væri stopp og honum tækist ekki að dæla bensíni milli tanka. Næst tilkynnti hann að hinn hreyfillinn hefði slökkt á sér.
Hvenær fór björgunarþyrla af stað?
Biðu menn eftir að vélin hyrfi af ratsjá, áður en farið var í loftið?
Mér finnst vanta svör!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. febrúar 2008
Sultugums
Meira fjas um blog.is.
Nú er ekki hægt að upphlaða myndböndum. Þau eru að eilífu 'í vinnslu'. Ég prófaði að setja inn aftur, myndband sem ég henti út í morgun og hafði virkað áður. Spekingarnir hjá blog@mbl.is eru of uppteknir til að svara kvörtunum notenda. Líklega vegna manic depression, af völdum yfirstandandi mótmæla vegna NOVA-auglýsingarinnar.
Ég brá á það ráð að vista skrána úti í bæ og setja media player object inn í færsluna mína, sem vísar á skrána. Það er að virka, meðan blog.is er með kúk í brók.
Allt er þetta þó afar jákvætt, þar sem það gefur fjasþörf minni byr undir báða vængi.
Fjas er til framdráttar!
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. febrúar 2008
Enn um speglamisrétti Hagkaupa
Ég reit færslu þann 18. janúar sl. Þá hafði ég lagt leið mína í Hagkaup í Smáralind. Án þess að endurtaka alla romsuna frá í téðri færslu, komst ég sumsé að því að í fatadeildunum höfðu dömurnar spegil í hverju horni, eða sex stykki, meðan við herrarnir urðum að láta okkur duga einn skitinn spegill. Einn spegil í allri herradeildinni, takk fyrir. Þá eru undanskildir speglarnir í mátunarklefunum, sem vitanlega eru ætlaður báðum kynjum. Hver fer í mátunarklefann að máta húfu? Eftir að hafa komið athugasemdum á framfæri, til manns sem sagðist ætla að koma þeim til skila, yfirgaf ég sjoppuna. Ég hugðist þó kanna málið síðar, er ég ætti leið í þangað næst.
Í gær, þremur vikum síðar, áttum við feðgarnir erindi í umrædda verslun, Hagkaup í Smáralind. Þar sem við völsuðum um verslunina, vaknaði litli neytendafrömuðurinn í mér og ég tók rúnt um fatadeildirnar.
Status quo.
Engin breyting. Greinilega enginn áhugi á að gæta samræmis í speglamálunum á þeim bænum. Kannski er ég eini karlmaðurinn sem vill spegla sig? Ég efast reyndar um það. Allavega, þá hefur maðurinn annað hvort ekki komið til skila því sem hann lofaði, sá er hefur með málið að gera gæti ekki verið meira sama um viðskiptavini sína af karlkyni, eða einhver er of upptekinn við að bora í nefið.
Það var þó gaman að fá tækifæri til að gera heimildarmynd með síma, sem ég og gerði. Ég gekk annan rúnt með símann á lofti. Ég gekk reyndar ekki alveg umhverfis deildirnar við myndatökuna, heldur lét 3/4 duga. Þó fengu fimm speglar dömuleidarinnar, af sex, hlutverk í myndinni.
Vesgú
Framhald síðar.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. febrúar 2008
Heiðarleiki og heilindi? Hvað segir Óli?
Nú hefur gamli góði Villi enn og aftur kúkað upp á bak. Uppvís að hafa farið með ósannindi og finnst það ekki tiltökumál. Hann hefur sýnt það og sannað að honum er ekki treystandi til þeirra starfa sem hann nú sinnir, því miður. Nú er svo komið að sjálfstæðismenn ganga með veggjum og bíða þess að umræðan fjari út.
Einn er þó sá maður sem ég vildi gjarnan heyra í, varðandi þetta allt. Sá maður heitir Ólafur F. Magnússon. Maður sem hefur gefið sig út fyrir að starfa að heilindum og heiðarleika. Hvað ætlar hann að gera? Gagnvart hverjum er sá heiðarleiki og þau heilindi sem honum er tíðrætt um? Óheiðarlegum og sundurlyndum sjálfstæðisflokki, eigin hagsmunum, eða borgarbúum?
Ég bíð spenntur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 11. febrúar 2008
Hænuegg
Hvort kom á undan, hænan eða eggið? það er spurningin. Allavega hóf ég þetta blogg til að hafa í frammi fjas, um allt og ekkert. Bloggið er þar með verkfæri mitt til að útbreiða fjasið. þegar málið er orðið þannig að fjasið er farið að beinast í æ ríkari mæli að blogginu sjálfu, eða réttara sagt kerfinu sem hýsir það, er ekki nema von að maður klóri sér í hausnum.
Nú hefur myndbandið góða verið 'í vinnslu' í aðra sex tíma, eftir að ég setti það inn upp á nýtt. Snillingarnir hjá blog@mbl.is, sem er netfangið sem gefið er upp á kerfisblogginu, hafa ekki svarað póstinum mínum enn, sem ég sendi klukkan 11.
Ég mun vera með uppsteit og halda úti fjasi um þetta mál út í hið óendanlega, gerist ekkert.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. febrúar 2008
Einföld lausn stóra-auglýsingamálsins
það er til einföld lausn við að fela auglýsinguna margumtöluðu, sem og annað 'content' í vefsíðum. Til þess þarf hvorki að dánlóda einhverjum tólum eða fara með töfraþulur.
Útlit síðanna er skilgreint í svokölluðum stílsíðum (css skrám). Auðveldlega má skilgreina sína eigin stílsíðu sem breytir sjálfgefinni hegðan þeirra vefsíða sem maður skoðar.
Eftir stutta og einfalda rannsókn, með að skoða kóða blogsíðanna, bjó ég mér til einfalda stílsíðu sem ég skilgreindi síðan í vafranum mínum. Með þessari litlu stílsíðu minni losna ég við umrædda auglýsingu inni á bloggi hvers bloggara. Annarsstaðar er hún birt, sem og allar aðrar auglýsingar og efni. Það var líka tilgangurinn, að losna einungis við hana af persónulegum bloggsíðum.
Trixið er þetta:
Búa til css skrá (t.d. blog.css) og setja þessar línur í hana:
#system-right-ad { display: none !important; }
#system-right #right-ad { display: none !important; }
Reyndar er nóg að setja aðeins aðra hvora línuna en allur er varinn góður, sagði nunnan. Skráin er síðan vistuð á disknum.
Í Internet Explorer þarf síðan að fara í 'Tools'->'Internet Options' og smella á 'Accessibility' hnappinn, neðst. Í glugganum sem þá opnast skal haka við 'User style sheet' og setja slóðina á skrána í textasvæðið fyrir neðan. Loka svo með 'OK' og VOILA!!
Lifi byltingin!
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)