Mame

Þau ykkar sem komin eru yfir þrítugt, hafið væntanlega komið í spilasali sem unglingar. Þar voru mörg skemmtileg spil, s.s. Pac-man (klassík, ásamt öllum afbrigðum) Qbert, Bagman, Xevious, Pole position, Star shuttle, Venus, Galaga, Phoneix...svo mætti áfram lengi teja.

Mame er málið. Forrit sem emuleitar hardwerið. Keyrir öll original ROM-in úr spilakössunum. Þarf meira að segja að setja pening í (press 5)

Hrein snilld!

 

google for mame


Shoutcast vs iTunes

Ég rembist nú við að sitja við tölvuna. Hálf slappur og búinn að melda mig out of function gagnvart vinnunni, en nenni samt ekki að liggja í bælinu. Er að hlusta á eðal danstónlist af Shoutcast gegn um WinAmp.

Minnir mig á það...Ég fékk þessa líka flottu jólagjöf frá vinnunni. iPod nano 8GB, en þar sem ég er þverhaus og með krónískt ofnæmi fyrir iTunes og öllu sem ber eplismerkið gaf ég þennan iPod. Ég hefði ekki notað hann að neinu ráði hvort eð er. Honum er betur fyrir komið þar sem hann verður notaður.

Hvernig er það þó, er hægt að hlusta á svona buns af útvarpsstöðvum á iTunes? Spyr sá sem ekki veit. Ég mæli þó með shoutcast.com eða bara WinAmp. Þúsundir af stöðvum í topp tóngæðum


Krummaskuð?

Jahéddnahér. Ég verð greinilega að endurskoða mína skilgreiningu á krummaskuði. Samkvæmt minni (fyrri) skilgreiningu var Akranes ekki krummaskuð. Bensínsjoppuskilgreiningin.

HB Grandi er fyrirtæki í bisness. Ekki félagslegt batterí. Sjái þeir sér hag í að reka allt liðið er ekkert við það að athuga, per se. Að skrifa niður eitthvað plagg og þusa um einhverja 100 ára sögu og blablabla er bara kjánalegt.


mbl.is Segja bæjarbúa lamaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmar

Ég var að kíkja á Kastljósið frá í gær. Sigmar er bara þrusu góður spyrill og engin undirtylla. Það mættu fleiri íslenskir sjónvarpsmenn vera af þessu kalíberi. Ég man bara eftir honum Kristjáni sem var eitt sinn í Kastljósinu, en er farinn í PR bransann núna.

Áfram Sigmar!


Sleipiefni

Íbúðalánasjóður er sleipiefni okkar íbúðakaupenda. Þegar ég fór af stað í haust, að kaupa mér íbúð, hafði ég val um bankalán eða Íbó lan. Valið stóð ekki um hvar ég yrði tekinn, heldur hvort ég vildi sleipiefni eður ei.


mbl.is Um 80% ánægð með Íbúðalánasjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karl & kerling

Ég hef löngum sagt að til séu tvær gerðir af kerlingum. Karlkyns og kvenkyns.

Vonandi að Steingrímur láti til sín taka þarna, en verði ekki kerling.


mbl.is Steingrímur J. fyrsti karlinn til að gegna formennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búið og gert

Vissulega hefði verið heppilegra að hafa sóknarprestinn á staðnum með í ráðum. Kjánalegt að sá hinn sami frétti af jarðarför í eigin kirkjugarði, utan úr bæ. Mér þykja þó viðbrögð hans bera vott um heilbrigða hugsun. Hann gerir ekki mál úr þessu úr því sem komið er. Sýnir hinum látna tilhlýðilega virðingu með því.
mbl.is Engir eftirmálar af útför Fischers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lengi lifir í gömlum glæðum

Mér finnst svolítið skondið og skemmtilegt, að þegar kemur að því að tengjast blog.is er gamla tölvan mín (2,4GHz P4, 768MB. Uppsett síðast árið 2004) að taka bæði lappann minn (2GHz core 2 duo, 2GB) sem og vinnutölvuna (man ekki alveg spekkið, en er 3GB og aðeins nokkurra mánaða gömul) í nefið. Nýju vélarnar keyra IE7 á WXP, meðan sú gamla keyrir IE6 á W2K.

Ég var á leiðinni að uppfæra þá gömlu, en kannski maður treini hana eitthvað lengur svona Wink

Skyldi málið vera að IE7 sé svona mikil sulta?


Pólitískt vændi?

Ég var einmitt að hugsa um hvort ég ætti ekki að bjóða fram krafta mína til handa Óla . Hann virðist þurfa að leita út fyrir borgarstjórnarflokkinn eftir nefndarfólki. Þá kom babb í bátinn. Væri ég ekki að stunda pólitískt vændi með slíku og yrði Óli þá ekki, þar með, pólitískur dólgur minn? Það er víst bannað með lögum að hagnast á vændi annarra. Ég geri því ráð fyrir að Óli verði bara að sitja sjálfur í öllum nefndum, í fjölriti. Ýmist sem Ólafur Magnússon, eða sem F. Magnússon. Vonandi að hann torgi bara öllum vínarbrauðunum. Hann þarf að borða þau á við tvo, í það minnsta.


mbl.is Mikil vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúarrökræður

Ég fór aðeins að velta fyrir mér öllum trúarumræðunum hér. Fólk að 'rök'-ræða hitt og þetta varðandi trúarbrögð, þó aðallega hin kristnu. Ég viðurkenni alveg að hafa misst mig í slíkt. Vitandi þó að rökræður um trúarbrögð eru marklausar og ná aldrei niðurstöðu.

Trú og trúarbrögð eru nefnilega tilfinningalegs eðlis. Rétt eins og hvort við aðhyllumst pönk, diskó, eða eitthvað annað. Hvort við aðhyllumst kjöt, fisk eða hvorugt. Hvort okkur þyki rauður litur fegurri en blár, eða ekki. Það veit hver heilvita maður að slíkt er ekki hægt að rökræða. Tilfinningar lúta ekki rökum eða rökrænni hugsun.

Hvað er þá málið? Sumir missa sig í slíkt rugl annað veifið, meðan aðrir gera ekki annað.

Merkileg er mannskepnan.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband