Þriðjudagur, 22. janúar 2008
Þverhausar
Enn um hreppapólitíkina.
Ég var að horfa á blaðamannafundinn sem haldinn var á Kjarvalsstöðum í gær. Í málefnasamningnum nýja er talað um að byggja mislæg gatnamót á Miklubraut/Kringlumýrarbraut. Standa menn virkilega í þeirri trú að það leysi umferðarstöppuna? Sjá menn virkilega ekki að dreyfing umferðar er mun vænlegri kostur? Brúa Skerjafjörðinn og einhenda sér í fyrsta áfanga Sundabrautar. Færa þannig umferðina frá Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ, Grafarvogi og Grafarholti, sem í dag rennur öll um Miklubraut og Kringlumýrarbraut.
Er þetta að verða eins og með álverin? Töfralausnir. Eru mislæg gatnamót lausn lífsgátunnar, eins og álverin?
Ég sem hélt ég væri þverhaus!
Þriðjudagur, 22. janúar 2008
Hreppapólitík
Það er skondið að fylgjast með hreppapólitíkinni þessa dagana, í Reykjavíkurhreppi.
Eftir hnífstungur eigin liðsmanna hrökklaðist gamli góði Villi frá. Þá tók við samsuða án málefnasamnings. Nú virðist allt hafa gróið um heilt milli Villa og hnífstungumanna hans. Doktor Óli mættur í partýið líka, en hann verðir að passa sig að taka ekki flensuna, því þá þarf varamaður hans að hlaupa í skarðið og þann daginn verður meirihlutinn að minnihluta og öfugt.
Nú er fyrst farið að vera gaman að þessu
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21. janúar 2008
Stærðfræðileg tjara
V+(G-g) x TN
_____________
M x FN
Greinilegt að eftir því sem útkoman er hærri tala, þeim mun verri er dagurinn.
Það vantar reyndar alveg skilgreiningu á skölun breytanna.
Hve hátt getur V orðið? Getur það verið neikvæð tala?
Eins er með breytuna M.
Ég gef mér gildin frá 0 til 10, þar sem 0 er gott og 10 slæmt.
Fyrir G og g, set ég upphæðir í krónum. g táknar væntanlega nettó laun.
Í TN táknar T væntanlega fjölda daga frá jólum og N táknar væntanlega fjölda svikinna áramótaheita.
Í liðnum FN, táknar F væntanlega löngunina (gef mér frá 0 til 10) og N fjölda aðgerða sem grípa þarf til.
Þá er að reikna...
Byrjum undir strikinu.
M = 8 (er ansi góður þessa dagana)
F = 8, N = 0 (sé enga þörf á aðgerðum, er í góðum málum). Þar af leiðir að FN = 0.
Ekki þarf að reikna frekar því þar sem FN = 0 verður M * FN = 0.
Jafnan hefur því enga lausn, í mínu tilfelli.
Líklega hefðu forsendurnar að vera aðrar, s.s. að nota skalann frá 1 - 10.
Það er hinsvegar ekki ásættanlegt því þá hefði ég neyðst til að setja inn 1 fyrir N í FN.
Þá væri ég að segja að ég teldi þörf á a.m.k. einni aðgerð, sem er ekki satt og rétt.
Því tel ég jöfnu þessa tóma tjöru.
þessi frétt hefði átt að vera undir öðrum flokki en vísindum og fræðum. T.d. undir flokknum tilgangslaus tjara.
![]() |
Versti dagur ársins í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 21. janúar 2008
Skömm
Þetta er rétt og til háborinnar skammar. Víðast hvar inn til sveita og í mörgum smáþorpum býðst ekkert betra en upphringisamband. ISDN eða jafnvel analog 56 kílóbitar, sem er 36 sinnum hægara en 2 megabitarnir, sem ég held sé það minnsta sem símafélögin bjóða með ADSL.
Hvers eiga bændur og búalið að gjalda? þetta er ósvífni og ekkert annað. Bændur vilja líka geta dánlódað klámi og höstlað kerlingar á netinu. Áfram bændur!
![]() |
Helmingur nettengdra bænda búa við gamaldags tengingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 21. janúar 2008
Reykfyllt bakherbergi, ei meir.
Nú er allt í gangi. Einn með heilan silfurborðbúnað í bakinu. Annar glottandi gegn um tárin og það nýjasta að gamli góði Villi og Óli F séu að plotta. Hvar fer þetta allt saman fram?
Nú hefur öllu reykelsi verið úthýst, nema auðvitað á Álþingi. Hér er ekki um þingmenn að ræða, svo ekki ósa þeir þar. Kannski þetta séu allt tómir reykleysingjar? Hvar plotta menn nú til dags? Áður fyrr voru það hin reykmettuðu bakherbergi. Hvað núna? Líkamsrækrarstöðvar? Eru menn að plotta á hlaupabrettunum eða í heitu pottunum?
How lame!
Mánudagur, 21. janúar 2008
Hver er fréttin?
Síðan hvernær þykir það fréttnæmt að tveir drukknir menn sláist? Það kemur hvergi fram að neitt 'dramatískt' hafi gerst annað. Bara tveir gaurar að hnoðast eitthvað.
![]() |
Ofurölvi í slagsmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 20. janúar 2008
Circlejerking?
![]() |
Danmerkurmót í sjálfsfróun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 20. janúar 2008
Á sömu hillu?
![]() |
Grafreiturinn fái að hvíla í friði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 18. janúar 2008
Speglamisrétti!
Í gær fór ég í Hagkaup, í Smáralind, að kaupa mér ullarsokka. Það er vitanlega ekki í frásögur færandi. nema hvað. Þar sem ég var vappandi um herrafatadeildina rak ég augun í bæði húfur og hettupeysur sem mig langaði að máta, sem ég og gerði. Ég fór úr jakkanum og peysunni og smeygði mér í eina peysuna. Þá komst ég að því að enginn var þar spegillinn. Ég labbaði eitthvað fram og aftur og rak augun í spegil handan við hornið, nokkur spöl frá. Ég labbaði þangað, speglaði mig og labbaði til baka, en hugsaði sem svo að það væri nú ekki sniðugt að labba svona langar leiðir til að spegla sig og skilja eftir jakkann, með veskinu og mitt hafurtask á glámbekk. Ég sá þarna fleiri flíkur sem ég hefði alveg verið til í að smakka, en sleppti því vegna afleitra speglamála.
Eftir þetta ákvað ég að gera smá úttekt. Ég gekk um alla deildina til að athuga hvort fleiri speglar væru þar. Nei. þetta var eini spegillinn í allri herrafatadeildinni. Segill sem er ca 40 * 180 cm og er því aðeins fyrir einn að spegla sig í honum í einu. Ég gerði samsvarandi úttekt í kvenfatadeildinni. Þar taldi ég 6 spegla, takk fyrir. Vítt og breytt um deildina.
Fyrir utan kynjamisréttið, er þetta ekkert nema fávitaskapur í mínum huga, eða að fólk haldi að karlmenn þurfi ekki að spegla sig í flíkum sem þeir eru að máta því konurnar þeirra segi þeim til(!!?!!), sem er hinsvegar líka fíflaleg ályktun. Ég nenni ekki að fara alla leið í mátunarklefann til að máta peysu. Hvað þá til að máta húfu!
Við kassann náði ég að hafa í frammi smá fjas. Ég spurði strákinn á kassanum kvusslax fíflaskapur þetta væri. Sjoppan hefði misst af milljónaviðskiptum við mig vegna þessa.....tja kannski smá ýkjur þetta með milljónirnar, en viðskipti misstu þeir. Þá vildi svo vel til að einhver stjórinn átti leið hjá og gat ég fjasað yfir honum líka.
Hann sagðist skyldu koma þessu til skila. Nú þarf ég að muna að gera aðra úttekt næst og sjá hvort málið hafi verið leyst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 17. janúar 2008
Blog-hreinsanir
Það virðist vera nokkuð móðins þessa dagana, hjá mörgum bloggurum hér, að taka til í bloggvinalistanum hjá sér. Allt í lagi með það. Ég fór hinsvegar að velta fyrir mér tilgangi bloggvinalistans. Hann virkar vitanlega í báðar áttir. Þ.e. þeir sem eru á mínum lista hafa mig jafnframt á sínum. Þannig að sá sem tekur einhvern af sínum lista, til að stytta hann, er jafnframt að taka sig út af lista hins og þar með verður sá að fara lengri leiðina til að sjá blogg viðkomandi.
Annars er ég alveg slakur yfir þessu. Ég hef fengið nokkrar bloggvinabeiðnir sem ég hef og samþykkt, enda tel ég að viðkomandi geri það til að eiga hægara um vik að lesa rausið í mér. Sem er hið besta mál, enda gæfist ég fljótt upp á að nöldra hér, væri enginn til að lesa það. Þá myndi ég bara tuða einn með sjálfum mér, heima í stofu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)