Mánudagur, 10. desember 2007
Hvort er verra?
Að læsast inni á klósetti, eða heita Leggat?
Vonandi á hann aldrei erindi til Íslands.
![]() |
Fastur á salerni í fjóra daga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 10. desember 2007
Sprechen sie deutsch?
Ekki veit ég hve öruggar hemildir bláleitar kvikmyndir teljast. En að því gefnu að eitthvað megi á þeim byggja, kemur niðurstaða þessarar könnunar alls ekki á óvart. Þeir sem séð hafa bláleitar þýskar kvikmyndir vita að mennirnir tala út í eitt. Þeim væri nær að einbeyta sér betur að viðfangsefninu. Kannski þetta sé bara þýskan. Allt of tímafrekt að tala hana.
![]() |
Þjóðverjar verstu elskendurnir? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 10. desember 2007
Kjánahrollur helgarinnar
Í gær, laugardag, var ég á þeytingi um bæinn. Í útvarpinu mallaði fm957 og inn á milli laga var talað við einhvern útvarpsmanninn, sem staddur var úti í bæ að elta jólalest Coca cola. Hann hélt hvergi aftur af sér í lýsingum sínum á stórfenglegheitum þessarar jólalestar. Sagðist hvergi annarsstaðar vilja vera og sagði þetta draumi líkast.
Mér varð hugsað til baka, um það bil 10 ár, þegar ég sá fyrst jólaauglýsingu umrædds ropvatnsframleiðanda. Þar óku um, ljósum hlaðnir bílar. Nokkuð flott fannst mér, enda voru bílarnir vel hlaðnir ljósum. Ég minntist líka þegar þessi íslenska jólalest ók um fyrst. Bílar, sem á voru hengdar nokkrar jólaseríur. Frekar tilkomulítið, miðað við auglýsinguna góðu.
Nú. Téður útvarpsmaður, sagði auk allra lofsyrðanna um tignalegheit jólalestarinnar, að bílarnir væru svo mikið skreyttir að orkunotkun ljósanna væri á við orkunotkun 16 íbúða blokkar. Já, hann sagði 16 íbúða blokkar!
Vá! hugsaði ég. Þeir hafa aldeilis bætt úr, síðan ég sá þá fyrir áratug. Ég veit reyndar ekki hve meðalrafmagnsnotkun íbúðar er, en ég gæti ímyndað mér að 16 íbúðir noti a.m.k. einhver kílóvött að jafnaði. Ég sá fyrir mér bíla svo hlaðna ljósum að helst minnti á Las Vegas.
Svo vildi það til þar sem ég var á ferð minni um bæinn, að ég mætti umræddri bílalest. Hún hefur verið í u.þ.b. 30 - 50 metra fjarlægð. Fyrir henni fór lögreglubíll með forgangsljós kveikt og annar fylgdi henni eftir. Svei mér þá ef bláu blikkljósin báru ekki af. Þetta var bara sama dæmið og í minningunni. Fimm trukkar sem á löfðu nokkrar daufar jólaseríur. Ég gat ekki stillt mig um að flissa.
Kvusslax bull var þetta nú? 16 íbúðir...minn rass! Svo er hið opinbera að láta draga sig í vitleysuna, að veita auglýsingu fyrirtækis lögreglufylgd, með forgargsljósum. Verst þótt mér að ná ekki mynd af dýrðinni þar sem ég hafði símann ekki tiltækan.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 9. desember 2007
jólasveinninn
já, dulrænt eða ekki. ég hef undir höndum sönnun þess að jólasveinninn er til!
eftir langa fundi, með loftinu, hef ég ákveðið að deila henni með ykkur.
![]() |
Trú á dulræn fyrirbæri liggur djúpt í þjóðarsálinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 4. desember 2007
Listrænt frelsi?
Hvernig tengist þetta listrænu frelsi?
Mér finnst veita meira frelsi, ef eitthvað er, að fá að stilla gítarinn sinn eftir eigin eyra. Hafa hann kannski eilítið úr stillingu, ef það gefur þann hljóm sem sóst er eftir.
![]() |
Sjálfstillandi gítar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 30. nóvember 2007
Stórkostlegt!
Það verður strax betra að syngja í sturtunni núna.
Mér hefði þó hentað betur að fara niður í H, en þetta er þó strax í áttina.
![]() |
Ný útgáfa þjóðsöngsins gefin út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 28. nóvember 2007
Getur henni verið alvara?
Er þessi kynjavitleysa orðin alger? Hvað verður það næst?
Kynlaus mannanöfn kannski?
![]() |
Ekki meira blátt og bleikt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 21. nóvember 2007
Jahéddnahér
![]() |
Segir Britney hafa misst meydóminn 14 ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 21. nóvember 2007
Dólgar
Nú eru allir sem ekki sitja, með kurrt og bí, um borð í flugvél kallaðir dólgar.
Eitt sinn voru menn er sátu um borð í flugvél og tuðuðu yfir öllu og engu...tuðdólgar.
Maðurinn sem þurfti á klóið, í flugvélinni og hafðist þar nokkuð lengi við....taðdólgur eða þvagdólgur...!
Nú er best ég hætti þessu bloggi, áður en ég fæ stimpilinn bloggdólgur.
![]() |
Kveikti sér í sígarettu við flugtak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 20. nóvember 2007
Frábær átfitt!
Þegar ég opnaði þessa frétt og sá myndina sem snöggvast, hélt ég fyrst að orðið hefðu myndabrengl. Ég sá bara fyrir mér gaurinn úr Galdrakarlinum í Oz. Þessir álgallar eru alveg svaka kúl.
![]() |
Rafmagnstruflun stöðvaði álframleiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)